þriðjudagur, apríl 08, 2003

Svíþjóð og próf
Hola chicos y chicas... Þá er stelpan bara lent. Kom í gær heim frá Stokkhólmi en þar var ég á NOM-fundi sem þið vitið ekkert hvað er. Gunna, Pétur og ég skemmtum okkur mjög vel og lærðum að sjálfsögðu margt. Þarna voru samankomnir svona stúdentapólitíknörd eins og við þrjú frá hinum Norðurlöndunum og Eistlandi en sem betur fór er þetta allt á ensku. Reyndar var einn fyrirlestur á sænsku, og þá brostum við bara fallega og reyndum að vera gáfuleg sem var svolítið erfitt þegar maður skilur varla neitt. Þó maður kunni kannski eitthvað í þessum málum þá er það ekki nóg ...mann vantaði sænska orðaforðann yfir ...æj ég man ekki einu sinni hvað því þetta var svo flókið. En fólkið þarna var svaka fínt, en spauglaust þá held ég að við Íslendingarnir höfum verið langskemmtilegust. Alla vega fannst okkur það. Við gáfum þessu liði brennivín því þau eru víst ólm í svoleiðis, ég tók hálft staup bara til að vera rokkari, ég held að danirnir eða einhverjir aðrir útlendingar hljóti að hafa afgreitt bokkuna því ekki komum við nálægt því. Á sunnudeginum fóru allir heim en við Pétur fórum í túristaleik. Þar kom í ljós að við erum ömurlegir túristar, ætluðum aldrei að finna lestina, áttum ekki kort af borginni, og tókum ekki myndir. Dagurinn var samt brill á sinn hátt. Við bara vöfruðum um þessa fallegu borg, gerðum grín að væmnum ljósastaurum og fuglastyttum, kíktum í búðir, skoðuðum leikhúsið og kósuðum okkur á kaffihúsi. Seinasta kvöldið lágum við svo í leti með sitthvorn risanammipokann og fullt af gosi og sáum skandinavíska temptation island í sjónkanum. ÞAÐ VAR ÓGEÐ!!!! hehehe...ókei, nóg um það ég hef svo mikið að gera í skólanum og er búin að vera eitthvað smá "sloj" svo það gengur hægt. Best að fara að læra. ciao

Engin ummæli: