sunnudagur, apríl 27, 2003

Málvísindi rómanskra mála...
hljómar það spennandi? mér finnst það reyndar spennandi, en samt ekki akkúrat núna, þar sem ég er ekki alveg sátt við námskeiðið og er að fara í próf í því á miðvikudaginn næsta. Fraulein Tótlchen.is er mætt á bókasafnið í þægilegu fötunum og á táslunum (tók samt með sokka). Nú er ekki um annað að ræða en að taka þetta próf bara í nösina, voilá. Ég er í banastuði sko, alveg klár í lesturinn, en kisi krafðist óvenju mikillar umhyggju og klapps í morgun, svo ég bara varð að kúra smá með henni. Um daginn veiddi hún vettling. jamm, Gríma kom með vettling í soðið fyrir fjölskylduna, dásamleg þessi veiðidýr. Ég er ansi hrædd um að einhver fuglinn muni verða fyrir mjög nánum kynnum við kisu í sumar. Hún er orðin mjög fær í að veiða flugur og borðar þær að sjálfsögðu, sem er mjög gott því að flugur eru fullar af próteini og ekki veitir Grímu af smá vítamínum, hún er að detta í sundur af hor. Í gærkvöldi snæddum við maestro camaro man pizzu á Horninu ásamt Lundúnarbúunum Söndru og Magga. grrrr, alltaf jafngott. Svo skelltum við okkur í kvikmyndahús (sem by the way eru ömurleg af því að það eru alltaf ömurlega langar auglýsingar og hlé sem er alltof langt og byrjar í miðri setningu, en svo hoppa þeir yfir smá tíma... eða sko. úff nú er ég komin í uppnám. 'Eg gruna bíókallinn um að slökkva bara á skjánum í hléinu en að myndin sé enn að rúlla undir, sko það vantar alltaf smá.. Eins og maður sé ekki að borga nóg fyrir þetta). En við sem sagt fórum á The Recruit, og hún var rosalega góð. Ég mæli með henni, alla vega fannst mér hún rosagóð í gær. ok, lærdómur, over and out!

Engin ummæli: