föstudagur, apríl 11, 2003

Ingibjörg Ýr er orðin mamma:)))
...en byrjum á byrjuninni, smá rapport:
Dagurinn byrjaði á að ég vaknaði of seint, náði bara að lesa í klst fyrir munnlega frönskuprófið (las náttúrulega líka í gær) sem ég brilleraði ekki í. Eydís MR frönskukennari var prófdómari, gott að sjá vinaleg og kunnugleg andlit, en ég skammaðist mín að vera svona léleg fyrir framan hana. Mér fannst mér sem sagt ganga illa en c'est la vie (sem þýðir einmitt "svona er lífið" á frönsku). Eftir prófið gerði ég einhverja ómerkilega hluti sem tekur ekki að telja upp. Jú, reyndar eitt, Gríma (kisan okkar) sækir bolta...sem sagt eltir og kemur með til manns, en það er eitthvað annað en Myrra (hundurinn okkar) sem hefur aldrei lært að sækja. Ég er hrædd um að Gríma eigi eftir að "sækja" fugla í sumar. Jæja, eftir að hafa leikið við vannærða köttinn minn (hundurinn kemst alltaf í kattarmatinn) fór ég á fyrirlestur í latínu (sem fór fram á ensku) og hver var þar annar en Kolbeinn latínukennari úr MR, ég sem sagt hitti tvo MR kennara. Kolbeinn fær rokkaraprik fyrir að hafa þekkt mig um leið. Í kaffinu sagðist hann vera feginn að hafa ekki fælt alla frá latínunni :/ jæks...ég varð hálf kleinuleg. Mér gekk vægast sagt hræðilega í latínu og lofaði að koma ALDREI nálægt henni aftur ...og hvar er ég í dag? það er eitthvað að mér. well, ég bara brosti mínu blíðasta og fékk samviskubit yfir að hafa kjaftað við Söndru í tímum, og reyndar alla, og skrifast á. Ég var nú samt alls ekki svo slæm, ég samdi þó ekki dónavísur (hömm hömm) og ég hvíslaði held ég bara ef ég hafði eitthvað að segja á annað borð... ég var bara svo helv... léleg í latínu, það var það eina. Jæja, svo fór ég nú bara heim. Ákvað að hringja í Ingibjörgu sem átti að vera löngubúin að eiga og ég ætalði að vera löngubúin að tala við. nei nei, haldiði að hún hafi ekki bara eignast hana Ísabel í nótt!!! Í fyrsta sinn fékk ég svona búbblíbúbbl fiðring í þið vitið stokkana þarna (var samt fljót að jafna mig á því) Gekk sem sagt vel og ég óska henni til hamingju, og ég get ekki beðið eftir að sjá gripinn. Ingibjörg sagði að það væri bara eins og þær hefðu þekkst lengi, ekki bara 9 mánuði þið skiljið. Ég varð alla vega rosalega glöð yfir þessu og langaði að fagna, vissi ekki hvernig samt... svona alein. Ég ákvað að fagna bara með því að leggja mig í hálftíma (sem varð reyndar klukkutími). Í kvöld fór ég svo á Kaffibarinn með stelpunum úr spænskunni og henni Juliu sem er meira að segja spænsk. Muy bien. Hvað næst, ...jú fór til systur að sækja eitthvað dót. Kötturinn þar á bæ er lagður í einelti af ógeðslegum svörtum ketti (ég er ekki rasisti, hún bara er svört). Frosti greyið var úti á palli að spóka sig og viðra í kvöldgolunni þegar Tjara tu**a kom þar að. Hún minnir mann helst á pardus, sem eru reyndar geðveikt flott dýr. Hún er svona vondur pardus og hún réðst á Frosta með tilheyrandi óhljóðum. Við systurnar og Stebbi stukkum út til að bjarga kisa en þau þutu bara út í buskann. Við kláruðum reyndar að horfa á Piparjónkuna á S1 en fórum svo út að leita. Frosti fannst skjálfandi undir garðpalli nágrannans og hafði gert á skottið af hræðslu. Það var ógeðslegt, sérstaklega lyktin. Dagurinn var bara fínn hjá mér fyrir utan munnlega frönskuprófið og Tjöru.
Q.ed -Sönnun lokið

Engin ummæli: