Gleðilega páska
Gleðilega páska, alle sammen, ég hef eina játningu fyrir ykkur, ég bara verð, þori samt varla. Ég er byrjuð á páskaegginu mínu:/ Málið er sko að bestu vinnuveitendur í heimi gáfu mér (og hinum) páskaegg svo ég var voðalega glöð í vinnunni í gær og ætlaði heldur betur að standast freistinguna fram á páskadag. Kom svo heim og þá kom í ljós að við Gummi fáum sitthvort risapáskaeggið frá elsku foreldrum hans (svona er að vera með einkabarni... mæli með því) Úff púff. Þannig af heilsufarsástæðum tók ég þá skynsamlegu ákvörðun að byrja hið snarasta á Rammagerðaregginu til að verða ekki veik á páskadag. Ég neyddist til þess, en nú er ég að fá samviskubit, bara oggupons samt, ekki nógu mikið til að hætta að borða eggið... múahahahaha:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli