miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Ólöf á Indlandi!!!

Ég vil vekja athygli lesenda á nýjum link hér undir "fleiri vinir" en það er hún Ólöf Inga vinkona mín og skokkfélagi hér á árum áður sem er farin að blogga um komandi ævintýri á Indlandi. Hún er mætt í karríið og ætlar að vera þarna þangað til hún hefur fundið sér eiginmann. Nei grín. Hún er að bjarga heiminum:) ...og við ætlum að fylgjast með því. Ohhh hvað það er gott að vita að maður á svona fulltrúa í Asíu (Ólöfu) og Afríku (Arndísi Ósk) sem sjá um að bjarga heiminum á meðan við hin erum upptekin af okkur sjálfum:) Ég lagði inn á reikning Arndísar um daginn en hún stendur fyrir söfnun sem ég hef sagt áður frá. Mér finnst alltaf gaman að velta fyrir mér þeirri heimspekilegu spurningu af hverju tökum við þátt í svona söfnunum, og hjálparstarfsemi. Er það af því að við viljum virkilega hjálpa þeim sem minna mega sín? ...eða af því að það lætur okkur líða vel? ...friðar líka pínu samviskuna. Er reyndar viss um að það er blanda af þessu öllu. Ég vil virkilega koma að einhverju gagni og láta gott af mér leiða en það lætur mér líða vel með sjálfa mig í leiðinnin. Sem er kannski bara svona rúsínan í pylsuendanum og allt í góðu lagi með það. Finnst góð umræðan sem hefur verið í gangi síðustu daga um þróunaraðstoð. Að það þýðir ekkert að dæla peningum í Afríku þar sem spillingin er svo mikil. Ekki gefa fátæka bóndanum pening fyrir mjólk, gefðu honum heldur mjólkandi belju og þar fram eftir götunum. Arndís mun einmitt koma peningunum úr söfnuninni sjálf í gagnið svo þeir skila sér alveg örugglega þangað sem þeir eiga að fara. Okei, hugsum aðeins um þetta... en það er kominn matartími hjá mér. Takk.

Engin ummæli: