miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Jólagjöfin í ár!

Ég las á mbl í vikunni að einhver nefnd hefði verið fengin til að velja "jólagjöfina í ár". Þessi nefnd valdi GPS tæki sem það heitasta í pakkann 2007. Puff, þau hljóta hreinlega að hafa fengið eitt slíkt tæki hvert fyrir að velja það. Ég er alls ekki sammála þessu, kannski sniðugt fyrir rjúpnaskyttur og flakkara en rosalega held ég að margir eigi eitt svona tæki í skúffunni sinni og noti það lítið. Nei ÉG skal segja ykkur hver jólagjöfin í ár er og það vill líka svo skemmtilega til að hún er mun ódýrari en GPS tæki. Haldið ykkur fast. Jólagjöfin í ár.... eeeeeeeeer.......

PUKKI BOLLYWOOD BABY
...nýjasta geislaplata Leoncie!

Skellið ykkur á eintak ef þið viljið vera viss um að ná að gleðja ástvini ykkar:)

Engin ummæli: