miðvikudagur, október 17, 2007

Ekki fréttir

Hvað er að frétta? frekar fátt svo sem. Börnin bókstaflega hrúgast í kringum mig, já já meðgöngu líkur víst með fæðingu og nú eru ansi margar vinkonur orðnar mömmur. Mín meðganga gengur vel nema ég þarf að vera róleg og vinn því ekkert svo mikið.

Það er hálfgerð gúrkutíð eins og stendur hjá mér en ekki hægt að segja það sama um íslenska fjölmiðla sem hljóta að detta í það daglega til að fagna viðburðarríkum degi. Þvílíkt og annað eins drama sem hefur verið í gangi, gjörsamlega búið að grilla Villa (hann sá reyndar um það sjálfur að hluta til) og fólk nær ekki andanum af æsingi. Held reyndar að innan við 10% borgarbúa skilji þetta REI mál. Ég á í basli með það og svo finnst mér þegar talað er við "fólkið af götunni" í fjölmiðlum eins og það viti bara sjaldnast nokkuð í sinn haus. Það styður sitt lið (sama hvaða lið það er) og er skúffað og foj og ég veit ekki hvað og hvað en veit samt varla af hverju. Ég held ég sé sátt í Kópavoginum nú þegar þessir prakkarar í Rvk taka sig saman og skíta allir saman upp á hnakka. merde!

Engin ummæli: