sunnudagur, maí 21, 2006

Afríka paprika

Júróvisjónteitið á föstudag heppnaðist vel. Svíar, Ástralir og Íslendingar fögnuðu hér gífurlega frábæru atriði Silvíu, Homma og Nammis (or whatever). Svo grenjuðum við í koddana og svekktum okkur á úrslitunum. Já já, svona er þetta. Evrópubúar eru nottla bara fokkings bastarðar, hálfvitar, og mongólítar að ná ekki íslenska brandaranum (sem Íslendingar sjálfir voru reyndar í marga mánuði að fatta og gjörsamlega misstu sig á barnaland.is og ég veit ekki hvað og hvað... við erum að tala um það að hálf þjóðin greindist með of háan blóðþrýsting í júní í fyrra).

ókei, og í kvöld var aðalkeppnin og við Guðmundur borðuðum kjúkling í tilefni dagsins (hér er kjúlli 5 daga í viku í matinn) og drukkum bjór og rauðvín (restar frá föstudagspartýinu skiljiði). Gleðin yfir sigri Finna er ólýsanleg. Þeir voru langflottastir, gott ef guðhrædd evrópska kvenþjóðin fékk ekki bara í'ana og kaus Finnana villt og galið. Guði sé lof (nei úbbs, ætlaði ekki að nefna Guð þarna) að Botox-Carola vann þetta ekki, Svíar mega ekki við fleiri sigrum, þeir eru nógu óþolandi fyrir. Alltof mikill hárblásari settur á Carolu, það var eins og hún stæði upp á Látrabjargi á góðu degi.

Hvernig lagðist Las Ketchup annars í liðið? Bloody Mary por favor. Jedúddamía. Tjah! Mér finnst Blóðmarían ekki slæm, en ég næstum því missti lystina á þessum ágæta drykk við að hlusta á spænska lagið. Danska twistið fannst mér líka óþolandi djollí og leiðinlegt. Og hvað var málið með Armeníu og spandexið? Ég fékk smá flashback við að fylgjast með dönsurunum þeirra. Minnti mig á teygjó hér í den. Tyrkland var líka með skemmtilegt atriði; fröken Súperstar í spægipylsubúning:) flottir dansarar samt. Hárið hennar er svo hvítt að Gwen Steffani getur bara skammast sín og pakkað saman. Rosalegt. Hvað fleira...ehhh... Gummi var hrifinn Makedoníu, gella í gallabuxnahotpants. Ég náði að dilla mér við Þýskaland, aussie "sheila" í náttkjól frá Dolly Parton. Grikkland var líka skítsæmilegt,...Steve Tyler (Aerosmith) í reiðbuxum og grískum borðdúk. Malta hefði unnið hefði verið kosið um best plokkuðu augabrúnirnar. Króatía var líka með fyndið lag. Mér heyrðist hún segja "Africa paprika", og hló svo mikið að ég heyrði ekki rest. Var hrifin af norska laginu. Sérstaklega þar sem jentan söng á norsku, ég las Verdensgang á netinu áðan, þar segist Christine (sú norksa) ekki vera skúffuð. (Eða eins og segir á vg.no; jeg er ikke skuffet) Nei nei, henni fannst bara kjempegoy að Finnar skyldu vinna þetta (ég er sammála Christine þar) og að það væri"bra at et nordisk land som vant."GRATULERER! og að lokum sagði hún Heia Finland. Koma svo!

Engin ummæli: