mánudagur, apríl 10, 2006

Vantar símanúmer:

Getur einhver sagt mér símanúmerið hjá henni? Ég er nefnilega fyrir löngu búin að sjá það að hvað sem Sienna Miller gerir þá eltir hjörðin hana og HÚN er í tísku. Ef Sienna fer með einhvern trefil á kaffihús, þá er H&M og allir hinir farnir að selja samskonar trefla. Ef Sienna myndi vera með gosbrunn í hárinu þá kæmist það ábyggilega í tísku. Ef Sienna myndi vera í krummafót þá væru flestar unglingsstelpur í krummafót. Nú þarf ég bara að ná í stelpuna, helst símleiðis þar sem ég er hinum megin á hnettinum (tek þó e-mail til greina) og biðja hana um að hætta að raka á sér fótleggina. Þá gætum við hinar þakkað Siennu fyrir tímasparnað, peningasparnað svo ekki sé minnst á sársaukann, og bara valsað um með loðna leggi, eins og Sienna.

Engin ummæli: