
Ótrúlegt en satt þá eru páskarnir á sama tíma hérna niðrundir og á öðrum stöðum á Jörðinni. Við erum bæði að dunda í verkefnavinnu en höfum líka haft það rosalega gott. Í fyrradag slóum við golfkúlur og Gummi var mjög efnilegur í sveiflunni. Ég fékk engan frið til að æfa mig og einbeita mér því hann samkjaftaði ekki (sem er bannað í golfi). Eftir hvert einasta högg heyrðist "úúúú sástu þetta!" eða "vá þetta var ekkert smá flott hjá mér" eða "YES! Þessi hitti næstum því í skiltið!" en það var aðalleikurinn hjá Guðmundi, að hitta Í 100 metra skiltið.

Í gær fengum við okkur göngutúr í Rose Bay (eins og þið vitið eitthvað hvað það er, en jæja). Hiti, 25+, sól og stilla. Ég sagði Gumma að hann mætti velja sér bát í afmælisgjöf frá mér. Þetta er ekkert smá ljúft líf á liðinu hérna í Sydney, fólk er bara á einhverju randi á bátunum sínum úti á polli ef það hefur ekkert betra að gera á góðviðriðsdögum (360 daga á ári). Gummi hugsaði sig vel og lengi um og valdi að lokum þennan bát. Ég þarf að byrja að safna strax!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli