miðvikudagur, apríl 05, 2006

Erna Tönsberg

Þessi færsla er tileinkuð Ernu Tönsberg, sem flestir þekkja af Háaleitisbrautinni. Myndin er tekin á bolludaginn en hún og Gummi kláruðu allar bollurnar sem voru bakaðar og ég fékk bara hálfa.

Eins og áður hefur komið fram stundum við Erna nám í sama skóla. Sá skóli er dálítið langt frá heimilum okkar og því þurfum við að taka lest og strætó þangað. Ok, so far so good. Lestarferðin tekur hálftíma. Yfirleitt horfi ég á fólkið í vagninum mínum, hlusta á ipod eða blaða í bók þegar ég tek lestina. Ósjálfrátt, á nokkra mínútna fresti lít ég þó eldsnöggt upp til að sjá hversu langt lestin er komin. Þess vegna fer ég alltaf út á réttum stað og á réttum tíma. Nú ætla ég að segja ykkur hvernig Erna gerir þetta og hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér. Erna les skólabækur eins og vindurinn í lestinni og lítur ekki upp úr bókinni fyrr en hún lýkur því sem ljúka þarf. Þess vegna fór sem fór á mánudaginn í síðustu viku. Hún var búin að ákveða að klára vissan kafla í bókinni og þegar hún gat loksins litið upp uppgötvaði hún að ekki aðeins var hún alein í lestinni heldur hafði hún verið stopp á endastöð (sem var reyndar rétt stöð fyrir Ernu í þessu tilfelli) í alla vega 10 mínútur. Til að bæta gráu ofan á svart þá var lestin lokuð, og Erna ein inni í henni! Jamm, þarna var hún, þó búin með kaflann í bókinni sinni, kl 23 um kvöld, alein læst inni í lest og ENGINN sjáanlegur við fyrstu sýn. Allir búnir að pakka saman og farnir heim að sofa. Sem betur fer komu þó einhverjir tveir starfsmenn og gátu hleypt hnátunni út! hahaha! Það er alla vega ekki hægt að segja að hún eigi við einbeitingarvandamál að stríða. Vildi að ég væri svona einbeitt við lesturinn.

Engin ummæli: