þriðjudagur, mars 23, 2004

Mótmæli

Rétt eins og við stúdentar mótmæltum upptöku skólagjalda við HÍ í gær ætla ég að mótmæla núna. Eða nei ekki beint mótmæla, kannski ég byrji bara aftur. Ég ætla að skora á Bryndísi sem gengur undir nafninu Krullubossi hér til vinstri á síðunni, að hefja að blogga aftur. Ég vil alls ekki pína hana til bloggsins en þar sem hún hefur hvorki tilkynnt endalok Bryddarans né kvatt kóng né prest finnst mér að hún ætti að sinna lesendum örlítið betur. Bryndís er reyndar frekar upptekin kona þessa dagana, ó sei sei það vitum við öll en ég krefst þess að fá skýringu á þessu háttalagi. Ég hvet alla sem eru sammála mér í þessu að commenta um það hér á síðunni og svo látum við Bryddarann heyra það:)