þriðjudagur, mars 02, 2004

Afmæli
Í dag er fagur dagur þrátt fyrir ööööömurlegt veður. Í dag á nefnilega Herdís Lundúnamær afmæli og líka Arndís verkfræðimær en ég var einmitt full í afmæli hjá henni um helgina. Ég verð full við að rifja það upp en það var mjög hressandi og skemmtilegt allt saman. Arndís er líka svo mikill gestgjafi í sér ef það má orða það þannig. Alveg ótrúleg stúlka. Ég vil senda þeim báðum árnaðaróskir í tilefni dagsins. Í gær áttu aðrar vinkonur mínar afmæli, þær Inga Steinunn og Ingibjörg Ýr og svona mætti lengi telja. Í kvöld ætla ég að halda upp á afmæli Herdísar með því að bjóða Clueless genginu (en hún er náttúrulega í því þó hún sé reyndar fjarri góðu gamni) í kvöldkaffi. Stuð!

Engin ummæli: