miðvikudagur, júlí 23, 2003

Ávextir og vont kaffi
Í gærkvöldi fékk ég í heimsókn til mín fagran hóp stúlkna sem voru með mér í Lærða skóla. Ber þar fyrst að nefna Ásdísi sem er að fara að giftast guðfræðinemanum Guðna á laugardaginn og verður vonandi fljótlega orðin "prestsfrúin á Rassgatsstöðum" eins og lengi hefur staðið til. Einnig kom Hildur Edda Einarsdóttir Kárasonar en hún er að jafna sig eftir að hafa tábrotið sig í hjólastól (sem hún var í af því að hún hnébraut sig á diskóteki á Spáni) eða eitthvað svoleiðis. Lindýrið mætti með glænýja pönkaraklippingu. Hún er verkstjóri í unglingavinnunni og ég held að hún sé töfari töffarana með pönkaða hárið í appelsínugula gallanum. Hárið stendur víst upp í loftið á daginn ..svona eins og "slétt afró"!!! Söngfuglinn Þórey Sif kom líka, nýskriðin úr Kristaníu þar sem hún kynnti sér lifnaðarhætti innfæddra nýlega:) Kristín Hundur kom eftir að ég hafði slegið alloft í lærið á mér og öskrað "hæl" settist þegar ég skipaði "sestu" og fékk þá nammi í verðlaun. Duglegur hundur! Það var áðurnefnd Sandra (hver man ekki eftir bílveikissögunni?) sem kom með fullt af nammi (útskýrir kannski ógleðina í bílnum). Katrín djellíbeibís kom og var sú eina sem þáði brennda kaffið mitt. Já mér tókst að klúðra kólumbíska kaffinu á aðdáunarverðan hátt. bravó fyrir því. Ekki má gleymaBryndísi krullubossa sem hefur að ég held fengið inngöngu í réttindafélag (eða hvað það hét) krullaðra en þar voru fyrir Guðni brúðgumi tilvonandi prestur á Rassgatsstöðum og Hillbilly hrakfallabálkur. Bryndís var í stuði og ræddi opinskátt um lífið og framtíðina. Frá blautu barnsbeini hefur Bryndís haft fastmótaðar skoðanir um það sem viðkemur tilhugalífinu, giftingunni og svoleiðis hlutum eins og algengt er með ungar stúlkur. Ég verð greinilega að fara að taka mig á, fullslök miðað við sumar dömurnar þarna. En á góðu mómenti í gær þegar Krullubossinn okkar hafði meðal annars líst ákjósanlegum giftingarhring hvíslaði Þórey að mér "ætli Gummi (Jóh) viti þetta allt?" hahaha:) En þetta var náttúrulega svona á léttu nótunum, við megum nú láta okkur dreyma:)

Engin ummæli: