þriðjudagur, júlí 15, 2003

Útilegan
Langt síðan ég hef bloggað, afar langt síðan. og hvað hef ég verið að bralla, ó jú það hefur margt gerst síðan síðast. Fyrst ber að nefna útileguna með Söndru og Magga. Við sköturnar höfðum ákveðið að elta skásta veðrið eða alavega forðast rigningu og keyra bara eitthvert út í buskann. Þau Sandri og Magga leyfðu mér að ráða og ég svona skaut á að skásta veðrið yrði á Akureyri (er ekki ALLTAF gott veður á Akureyri?) Hann Gummi minn fékk þá þessa brilliant hugmynd að keyra bara norður Sprengisand og njóta kvöldsólarinnar í hinni stórbrotnu íslensku náttúru. Það var alveg fínt, nema kannski að það rigni á okkur, við sáum enga kvöldsól og leiðin var svona þrisvar sinnum lengri en Gummi hafði sannfært mig um að hún væri... Sandra var tæp á bílveikinni og við vorum í kremju aftur í jeppanum. Annað slagið stakk hún höfðinu út um gluggann. Jeremías, og þess á milli flugu fimmaurabrandararnir. Mér hefur bara sjaldan fundist ég sjálf jafnskemmtileg. 'eg kenni svefngalsa um. Í Nýjadal (einhver staður á miðju hálendinu) fengu piltarnir þá flugu í hausinn að fara austur í Kárahnjúka (þetta var á miðnætti á föstudeginum). HALLÓ??? Af hverju ekki bara Hornstrandir, þær eru líka nálægt? Jæja, þeir fengu vitið hálftíma síðar eftir smá samningaviðræður við okkur Söndru. Bensínið hefði orðið tæpt og við hefðum varið allri helginni þarna afturí. Mér finnst Sandra mjög skemmtileg en ég nenni samt ekki að sitja aftur í bíl stanslaust með henni í 48 klst! nei grín, hehe:) Kárahnjúkar fá að bíða betri tíma, við keyrðum áfram og klukkan 5 um morguninn skriðum við í tjaldið. Þá höfðum við tjaldað á túni hjá bónda innst í Eyjafirði, grillað og etið. Laugardagurinn fór í sund og afslappelsi á Akureyri og um kvöldið tjölduðum við í Vaglaskógi. Sehr Gut.

Brúðkaupið
Laugardaginn 12.júlí átti Áslaug vinkona afmæli og ekki nóg með það... hún gifti sig líka! Jebbs, Áslaug og Óskar giftu sig og ég fór í brúðkaupið:) Ég táraðist í kirkjunni um leið og ég sá Áslaugu. Auli getur maður verið. Hún var bara svo ótrúlega fín og sæt og lukkuleg að það var ekki annað hægt en að tárast oggupons. Spyrjið bara Gumma, hann var alveg að missa sig (not). Ég pældi mikið í því af hverju kvk.gestir í brúðkaupum eru svona viðkvæmir fyrir þessu. Ég efast um að vinir Óskars hafi sogið upp í nefið hinum megin við ganginn meðan við allar brostum í gegnum tárin. Alla vega þá var þetta allt saman svakalega flott og skemmtilegt og veitingarnar svo góðar að ég valt út á endanum. Systir var veislustjóri og ég söng einsöng fyrir brúðhjónin (nei djók). Jæja, ég er að fara í smá ævintýraferð, þarf að þjóta, ciao....

Engin ummæli: