fimmtudagur, júlí 31, 2003

Versló
Versló er að bresta á. Mér er alveg sama, ég verð í bænum og reyndar þekki ég afskaplega fáa sem ætla útúr bænum. Ætli flestir fari ekki bara á Innipúkann í Iðnó... Allavega þá er mér alveg sama þó ég sé í bænum... Í gær fór ég í grillveislu með Vökufólki, stoppaði reyndar stutt við þar sem Óli var með myndakvöld fyrir Asíufarana:) mycket bra. Gaman að hitta þessar elskur aftur sem voru eins og fjölskylda manns þarna úti í þrjár vikur. Í dag var ég svo í fríi, og systir mín klippti topp á mig af því að við höfðum ekkert betra að gera. Hann er frekar skakkur og ég yngdist um 10 ár. Var ungleg fyrir þannig að nú er ég eins og átta ára. Mér verður ekki hleypt inn á skemmtistaði á næstunni. Ætli einhver taki mark á manni núna?

Engin ummæli: