sunnudagur, febrúar 09, 2003

Af bílum,kisum og öðru skemmtilegu
Helgin er senn á enda, tralala, voðalega líður þetta allt saman hratt. Frétti af íbúðarkaupum Ásdísar og Guðna, til hamingju með það elskurnar. Guðni þarf þá eftir allt saman ekki að búa nálægt KR vellinum né bera Ásdísi yfir þröskuldin heima hjá tengdó eins og þau voru orðin hrædd um. Stelpur, eru ekki einhverjar hugmyndir kviknaðar um hvernig á að gæsa dömuna svo?

Á föstudaginn fór ég aðeins með Gumma í Bílanaust sem var skemmtileg upplifun, hann var svona eins og ég að skoða glingurbúð eða fallegri gjafavöruverslun, þuklaði á einhverjum, töppum sem ég man ekki hvað heita og skil þaðan af síður til hvers þeir eru, en ég man að þeir voru 1 1/2 tomma, eða var það ekki annars, og hann horfði með svona radaraugum yfir búðina, mér fannst eins hann næði að skanna mikið. Ég blés tyggjókúlur og lagaði taglið á meðan. Því næst var haldið í Zöru, þar hljóp ég um og "skannaði" góssið á sama hátt á meðan Gummi vafraði um með hendur í vösum, sorgarsvip á andlitinu og leitaði að sæti til að setjast í.

Í gær passaði ég Birgi Stein og við fórum í bíó á "I spy" sem var bara ágæt. Fyndnast var samt að við fórum með Frosta, kisann hans Birgis í heimsókn heim og höfðu þau Gríma þá ekki hist í langan tíma. Þau slógust mikið en Gríma var óumdeilanlega mikið sterkari:) Eitthvað virðist hún þó hafa ruglast í ríminu því áðan kom Gummi úr bílskúrnum með kassa í hendinni og sagði "Þórhildur, ég hef köttinn þinn grunaðan um að hafa skitið í sandblásturssandinn minn!" úbbs, hann er nefnilega að gera upp bílinn sinn eins og þið getið lesið um á síðunni hans og þessi sandur er geðveikt fínn og örugglega gott að kúka í hann. Ég reyndi að taka á mig sökina, en ég held að hann hafi ekki trúað mér:(

Engin ummæli: