miðvikudagur, ágúst 31, 2005
Vorið er komið og grundirnar gróa...
Vitið þið hvað? Ég held, svei mér þá, að vorið sé komið í Sydney. Alla vega var skýjað í dag og samt heitur vindur! Ohhh, þetta er yndislegt. Ég er búin að taka eitt próf í skólanum (bara svona saklaust próf, ekkert alvarlegt) og skila einu verkefni. Framundan er brjáluð törn (craaazy) við verkefnaskil og fyrirlestra og bara bla bla en í staðinn fer ég ekki í nein próf og verð því bara komin í orlof í kringum 8.nóv þegar Páll nokkur Benediktsson ætlar að sækja Tótlutjattið heim. Víííí, ég er ekkert smá spennt að fá heimsókn og er viss um að ná að draga Palla í vínsmökkunarferð og fleira svona sem Gummi er ekkert brjálæðislega spenntur fyrir. Palli er sannkallaður heimsborgari og matreiðslugúrú með meiru. Á meðan allir aðrir elska NYC og London, talar Palli ekki um annað en Beirút (hann reyndar býr í London). Ég vona því að hann geti kannski frætt mig eitthvað um líbanska matarmenningu, sem mér finnst mjög spennandi...hvað heitir þetta aftur..."messa"? Það er skemmst frá því að segja að þegar móðir mín frétti að Palli kæmi í heimsókn sagði hún: "það er ÆÐISLEGT, hann getur kannski kennt þér að elda Þórhildur!" Já já, setjum Palla bara í eldhúsið þegar hann heimsækir Sydney....ekkert út að borða rugl! hmmm. Litla stelpan á myndinni sem ég læt fylgja bloggfærslu dagsins heitir Steingrímur Dagur:) það er svo langt síðan ég hef sett mynd af honum hér á tjattið, varð að bæta úr því:)
þriðjudagur, ágúst 30, 2005
Það held ég nú!
Nokkrir nöldurseggir hafa kvartað undan kommentakerfinu hér á Tótlutjattinu... og kannski ekki að ástæðulausu. Nei nei. En hvað gerir maður ekki fyrir ykkur, úff, ég er alltof góð. Jæja, ég er sem sagt búin að sulla fúlprúf halóskani á tjattið þannig að þið getið nöldrað að vild á mun skilvirkari hátt en áður hér á síðunni. Vessogú!
föstudagur, ágúst 26, 2005
Kósýlegheit
Svei mér þá, ef við Gummi erum ekki bara búin að hafa það alltof gott undanfarið. Fórum á frábært djamm á laugardaginn, áttum notalega kvöldstund í Darling Harbour á mánudaginn með tveimur Kiwium. Þau Ásdís og Svanur (aka Svandís) eru hér í ferðalagi og við tókum þau í smá bíltúr og svo út að borða og svona, þið skiljið. Jamm, og á miðvikudag fengum við okkur að borða á kaffihúsi með Ölbu-Inés og Rodrigo sem eru frá bólivíu, og síðast en ekki síst áttum við frábært kvöld með Svandísi (sjá að ofan) í gær. Þau komu í mat og við sátum við át og drykkju og höfðum það notalegt. Mikið er nú gott að hlæja. Mér finnst að þau eigi að flytja hingað til Sydney, og í raun mjög lélegt af þeim að gera það ekki bara. Hmffff.... já já. Og sökum notalegu kvöldstundarinnar í gær svaf ég alltof lengi í morgun (Gummi þurfti reyndar að mæta í skólann kl 9). Því þarf stúlka nú að láta hendur standa fram úr ermum og lesa. Koma svo!
föstudagur, ágúst 19, 2005
Los linkos
Jæja já, tók ööörlítið til í linkunum, þarf reyndar að vinna meira í þeim. Ég henti einhverjum óvirkum bloggurum út, og setti eftirfarandi snilldaraðila inn: Berglind Ýr var með mér í bekk í MR og ég hitti hana sem og aðrar freyjur alltof sjaldan. Sakna þeirra mikið. Í 6.bekk sat hún fyrir aftan mig en ég hef tæpast skyggt á útsýnið því ég átti það til að lúlla fram á borðið. Næst ber að nefna hina íðilfögru Kristínu Maríu Vökusnót úr Grindavík. Kristín er pólitísk (punkturblogspotpunkturcom) en hún talar þó um daginn og veginn á blogginu sínu. Þriðji í röðinni er eyjapeyinn (er þetta ekki vitlaust skrifað?) Boggi, en hann er snarklikkaður. Passið ykkur á honum. Á eftir Bogga kemur bloggARI en hann er nýbyrjaður í (blogg)bransanum. Ég hef miklar væntingar til bloggsins hans:) stattu þig strákur. Og að lokum...tadara... er Ingibjörg Guðlaug! vííí, veit ekki af hverju ég er ekki löngubúin að setja inn link á dömuna. Ég er rugluð, því Ingibjörg er mögnuð. Ég segi eins og Boggi á sínu bloggi, það bara þýðir ekkert að vera þreyttur í kringum Ingibjörgu:) Annars var Herdís mín eitthvað að kommenta á að kommentakerfið væri svo leiðinlegt hjá mér... hmmm, ætli ég reyni ekki að kippa því í liðinn við tækifæri. Nennir einhver að gera það fyrir mig? Ég er farin að ryðga í bloggfræðunum.
fimmtudagur, ágúst 18, 2005
Er ykkur alveg sama um mig?
Í síðustu færslu Tótlutjattsins kunngjörði ég þær fréttir að við Gvendur minn höfum ákveðið að koma heim um jólin. Ég átti von á miklum fagnaðarlátum í kommentakerfinu (þó ég segi sjálf frá) en eitthvað stendur fögnuðurinn á sér. Því spyr ég nú, er ykkur alveg sama eða er enginn að lesa Tótlutjattið lengur? Er eitthvað farið að slá í Tótlutjattið? Til þess að fegra þessa færslu ákvað ég að birta mynd af hluta Clueless gengisins. Myndin er tekin í sumarbústaðferð fyrir rúmum tveimur árum og við höldum á þessum líka fínu persónudagatölum sem Þórey og Elsa vörðu jólunum við að föndra ef ég man rétt. Frá vinstri: Erla, Dögg, Vala, Herdís, Sigga og ég.
mánudagur, ágúst 15, 2005
Nýjasta nýtt!
Ég veit ekki endilega alltaf hvað er móðins og hvað ekki... en mér finnst nú alveg gaman að glugga í tískublöðin annað slagið og reyna að fylgjast með. Reyndar fer ég ekkert eftir tískunni en það er önnur saga. Um daginn rakst ég fyrir tilviljun á blogg, og þar sem ég á alltaf í vandræðum með að gera linka núna kemur þetta svona, það er: www.iamfashion.blogspot.com en þetta eru tvær stelpur (önnur amerísk og hin bresk að ég held) sem hafa óþrjótandi áhuga á tísku! Ég skil bara ekki hvernig er hægt að tala svona mikið um einhverjar töskur sem voru í tísku fyrir 6 vikum en eru púkó núna... alveg magnað. En stundum finnst mér gaman að kíkja á þetta blogg og sjá hvað þær hafa verið að versla sér þann daginn (já það fylgir því víst... maður þarf að versla stundum til að vera "inni") og JÁ ég viðurkenni það, ég kíki á þetta blogg svona hálfsmánaðarlega. Hvað er ég annars að gera þessa dagana? Tjah, við fórum í afmæli til Julio sem er með mér í bekk um helgina. Það var fínt, mér fannst Takashi, japanski bekkjarbróðir minn horfa svolítið mikið á Gvend minn. Ég veit reyndar ekkert um að hvor hópnum hann Takashi hallast (kvk eða kk) en hann var eitthvað að horfa á minn mann. Ég kann reyndar svo vel við þann japanska að þetta skiptir engu máli. Ég held hann sé bara svo rosalega metró, ...það er bara málið með hann Takashi. Á morgun er svo próf! Reyndar það eina því kúrsarnir eru allir próflausir (margar ritgerðir í staðinn). Mér finnst ekkert gaman að fara í próf. Og að lokum má geta þess að við Gummi Hlír verðum með viðtalstíma í Reykjavík í desember:) vííí!!!
þriðjudagur, ágúst 09, 2005
Kassim
"Írak í dag er betra en Írak var á friðartímum Saddams". Þetta sagði Kassim bekkjarbróðir minn í tíma í gær í alþjóðalögum. Kassim er frá Írak, sennilega á fimmtugsaldri og man tímana tvenna eins og maður segir. Hann er þó ekki hrifinn af Bush en segir írösku þjóðina hafa grátbeðið um aðstoð (og finnst bandaríkjamenn hafa tekið þetta fullmikið í sínar hendur eða eitthvað svoleiðis...nenni ekki að fara nánar út í þetta). Þó maður viti að meirihluti þjóðarinnar hafi viljað losna undan oki Saddams sama hvað það kostaði þá held ég að staðan eins og hún er í dag þyrfti ekki að vera svona. Það er að segja, þetta hefði ekki þurft að fara svona. Flestir í bekknum voru sennilega sammála um að eitthvað hafi þurft að gera til að losna við Saddam, en einnig að það hafi ekki verið farið rétt að því og afleiðingar þess eru daglegt ógeð í Írak. Því fannst mér merkilegt að hlusta á þennan sprenglærða bekkjarbróður frá Írak tala um hvernig þetta væri þó skárra en það sem fór fram fyrir luktum dyrum í valdatíð Saddams með tilheyrandi áróðri og hræðslu. Enginn þorði að segja neitt. Blóðbaðið í dag er skárra en friðartímar Saddams. Og þó við hin séum ýmist á móti stríði eða fylgjandi innrásinni eða bara vitum orðið ekkert í okkar haus, þá held ég að allir hafi skilið örlítið hvað hann Kassim var að segja. Það er nokkuð víst að Írakar hafa upplifað alltof mörg stríð í gegnum tíðina og flestir þeirra hafi tekið hverjum sem gat steypt Saddam af stóli fagnandi hendi, en svo má deila um hvernig það var gert...og af hverju dæmið var ekki klárað '91 í Kúveit (vona að ég sé að fara rétt með staðreyndir). Því spái ég stundum hvað þeim finnst núna Írökunum sem vildu losna við Saddam. Þeir eru eflaust fegnir en þetta hefur dregist á langinn og sárin eru lengi að gróa. Kassim sagði eitthvað á þá leið að margir þessara manna sem eru í ríkisstjórninni sem var mynduð núna í Írak séu virkilega góðir og hæfir í verkið og hann virtist hafa mikla trú á þeim. Verst að það er enginn vinnufriður í Írak fyrir barbörum og hryðjuverkamönnum (og hermönnum?). Ég veit ekki mikið um sögu Írak og þessi stríðsmál og eftir því sem ég les meira verð ég ringlaðri. Mér finnst frábært að hafa einn svona "innanbúðarmann" í bekknum og heyra hans hlið á þessum málum sem við virtumst reyndar öll vera nokkuð sammála. En hvað vitum við svo sem? Ég veit ekki hvort maður getur nokkurn tíma skilið þetta almennilega. Maður skoðar internetið, les bækur og blöð og horfir á sjónvarpið en þegar maður er orðinn of ringlaður, eða ógeðið orðið yfirþyrmandi slekkur maður á netinu/sjónvarpinu og lokar bókinni.
sunnudagur, ágúst 07, 2005
Harold
Kennarinn minn í "Politics, Law and Morality of International Violence" (lengsti titill á námskeiði sem ég veit um og ákvað því að deila honum með ykkur), er frekar líkur Harold Bishop í Nágrönnum. Ég man ekki hvað hann heitir en hann er fyrrverandi pólitískur, og mun skemmtilegri en Harold.
laugardagur, ágúst 06, 2005
Í skólanum, í skólanum...
...er skemmtilegt að vera! Alla vega var fyrsta vikan í mastersnámi mínu í alþjóðasamskiptum í Macquarie University mjööög fín:) Ég byrjaði á mánudaginn og er enn í smá sjokki því lesefnið er vægast sagt gríðarlega mikið og þungt að mér sýnist, og ég þarf að halda alls konar fyrirlestra og svona fleira skemmtilegt. Hmmm, en mér líst samt allavega vel á skólann, kennarana og krakkana:) Höfum þetta ekki lengra í bili, takk.