sunnudagur, janúar 09, 2005
Svei mér þá...
ég hef ekki látið sjá mig hér á síðunni síðan á síðasta ári (mikið af "síð" í þessu). Jamm, ég var agalega bissí milli jóla og nýárs, Clueless félagið hélt kallakvöld hjá Kristínu, Karen var með kjaftakvöld fyrir verkfræðisaumó, og Bryndís bauð Söndru, Al/Védísi, Katrínu og Guðrúnu (og mér). Úff, voða mikið að gera. Á nýju ári hef ég líka þurft að hitta fólk, Herdís var með brunch fyrir Clueless, það hófst klukkan 10:30 og þegar mér tókst að skríða á lappir upp úr 10 bölvaði ég mikið yfir að hún skyldi ekki bara halda lunch klukkan 12 (eða 13). Mér leið reyndar strax betur eftir fyrstu pönnukökuna og eftir það var mjög gaman:) Annars hef ég bara verið að vinna og útrétta, en mín bíður líka óskrifuð BA ritgerð, byrja á morgun. Bravó!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli