sunnudagur, janúar 16, 2005

Oz (framhald)

Ætli það sé ekki rétt að ég útskýri þetta Ástralíudæmi nánar. Við Gummi minn erum að fara til Sydney því hann fékk skiptinemasamning þar. Þetta byrjaði sem smá flipphugmynd sem er orðin að veruleika og 7.febrúar nk. höldum við til London þar sem Al/Védís munu hýsa okkur í tvær nætur en svo heldur ferðalagið áfram þann 9.febrúar og að kvöldi 10.febrúar lendum við í Sydney, en þá verður reyndar fimmtudagsmorgun á Íslandi nota bene. Ég sótti um í skóla líka en hef ekki fengið svör en grunar að ég eigi ekki möguleika fyrr en ég hef útskrifast frá HÍ. Þannig að á meðan Gummi Hlír stúderar mun ég kengúrast í BA ritgerðinni og vonandi fæ ég líka vinnu. Jamm, svo verðum við komin heim fyrr en varir því þetta er bara eitt skólaár:) Hvernig líst ykkur á lömbin mín?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú getur aldreið verið heima hjá þér Þórhildur :) Verður geggjaðslega gaman hjá ykkur :)

Inga sagði...

Frábært .. má ég koma með?? :)

tótla sagði...

Ekkert mál Inga mín, skelltu þér með okkur. Þú gætir kannski séð um að halda íbúðinni hreinni og beðið með heitan mat þegar við Gvendur komum heim á kvöldin eftir erfiðan skóladag. Á móti þarftu ekki að borga leigu:)

pallpall sagði...

Æði elsku tótla mín... hvenær fljúgið þið svo frá London 9.feb?... er að koma frá Baku í Azerbaíjan sama dag.. kannski hitti ég á ykkur á vellinum.
Knús frá fluffuni hjá flugfélaginnu með æðislegu stráhattana! (einu sinni la!)... British Airways bezt anyway.
palli