miðvikudagur, janúar 26, 2005

Hádegisfundur

Vaka er með hádegisfund á morgun, fimmtudag klukkan 12:20 í Odda stofu 101. Umræðuefnið er "þunglyndi" og framsögumenn er Elísabet Jökulsdóttir, Salbjörg Bjarnadóttir en hún er geðhjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri "Þjóð gegn Þunglyndi", og Eiríkur Örn Arnarson sálfræðingur. Mér finnst mjög áhugavert að fræðast meira um sjúkdóminn enda eru miklar ranghugmyndir, feimni og fordómar í þjóðfélaginu gagnvart þunglyndi. Ég vil því hvetja alla til að koma á fundinn:)


Ég fór til tannsa í morgun. Ég þarf að fara aftur til tannsa á eftir. Ég þarf sennilega að fara aftur til tannsa líka á morgun. Og hinn og ef dagurinn þar á eftir ("þar-hinn") væri ekki laugardagur færi ég sennilega á þá. Jebb, Tótla tannálfur og tannbursta-meiníak með meiru er með skemmdir í tönnslunum og fékk skömm í hattinn frá fröken tannsínu í morgun. Þar er frekar mikil sorg yfir þessu öllu saman enda hef ég alltaf hugsað nokkuð vel um tennurnar og er eiginlega enn að reyna að ná áttum. Ég kenni óreglulegum matartímum og Vífilfelli um. Tannsína sagði mjög skýrt við mig áðan, "EKKERT KÓK UNGA DAMA". Samt ekki alveg svona en næstum því. Þess vegna hef ég enn einu sinni tekið þá ákvörðun að hætta að drekka kók en mér er meiri alvara núna en oft áður.

4 ummæli:

Dagny Ben sagði...

Það verður örugglega ekkert svo erfitt fyrir þig að standa við ákvörðunina um að hætta drekka kók þegar þú kemur til Ástralíu. Útlenskt kók er bara alls ekkert gott.

tótla sagði...

Já það er alveg satt Dagný, mér líður strax betur:)

Nafnlaus sagði...

Lysterine!!.. mæli með munnskoli, á víst að vera betra en að bursta og þú getur verið með brúsa í skólatöskunni..

Hulda

tótla sagði...

Jamm Hulda þetta sagði fröken Tannsína líka...