sunnudagur, mars 30, 2003

sábaai-dii
Um daginn dreymdi mig að ég flaug til Bergen í Noregi, og ákvað að fara þaðan á hlaupahjóli til Lillehammer og svo Oslo (smá krókur sko). Ég var meira að segja með farangur (held ég hafi samt komið honum á rútu en gleymt að merkja hann) lenti á einum mjög erfiðum mislægum gatnamótum man ég og mér var rosalega heitt enda var komið sumar. Ferðin á hlaupahjólinu var samt mjög ánægjuleg, ég var aðallega á ferð um fallega dali og skóga Noregs, en fannst ferðin ganga hægt. Þegar ég loksins var komin til Lillehammer (þá er svona tæplega 3 tíma akstur eftir til Oslo minnir mig) var mér orðið svo heitt og komin með strengi í lærin en hitti þá Sveinbjörgu (vinnuveitanda minn í Rammagerðinni). Hún vann á svona tourist information og ég fékk kaffi og með því á skrifstofunni hjá henni og hvíldi mig smá. já já, svona er ég rugluð. phop kan mai (laos-íska yfir "sjáumst"... ég elska lonely planet)

Engin ummæli: