miðvikudagur, mars 12, 2003

Kökuklúbbur
Komst að því nú í vikunni að ég er EKKI í kökuklúbb sem "vinkonur" mínar stofnuðu á gelgjunni. Ég og Þórey vorum sem sagt ekki nógu miklir villingar til að fá að vera með! Mér finnst að við Þórey ættum að stofna kökuklúbb fyrir bara þá sem voru englar á gelgjunni. Allir velkomnir sem hafa áhuga, eða, sko best að leggja inn umsókn hér á síðunni og hún fer fyrir nefnd sem er skipuð okkur englunum og munum við vega og meta hvort viðkomandi hafi verið nógu mikill englabossi. Já, það eru ekki allir sem höfðu áhuga á landa, sígarettum og strákum svona í kringum fermingaaldurinn.

Engin ummæli: