mánudagur, mars 31, 2003

Eitthvað skrýtið...
...í gangi, því þó fólk skrifi eitthvað í shout-outið hjá mér þá kemur það alveg en stendur aldrei hversu mörg, skiljiði, kíkið bara þá fattið þið. Allavega, ég fór til Þóreyjar á laugardaginn að hitta fullt af skvísum, borðuðum gómsætar heimabakaðar flatbökur, supum á hinum ýmsu veigum, áfengum sem óáfengum (held reyndar að flestar hafa einmitt verið í kókinu), átum nammi, horfðum á söngvakeppni framhaldsskólanna og hljógum mikið að kynnunum. úff og púff. Mér finnst að það ætti frekar texti að renna yfir skjáinn með upplýsingum um næsta flytjanda (og aðstandendur þess mega muna að það eru tvö s í framhaldSSkóli!!!) en að hafa tvær gelgjur þarna á einhverju egótrippi. Og nemendur í No Name skólanum á Akureyri hefðu líka mátt slaka aðeins á dökka augnskugganum á dömurnar. Jeremías, sumar voru svona eins og koalabirnir... En mér fannst margir vera alveg ótrúlega góðir og atriðin mjög vönduð. Greinilegt að krakkarnir leggja mikið á sig og eru hæfilekaríkir. Besta atriðið vann að mínu mati, ég var hissa að Kvennóstelpan næði ekki sæti (fyrsta atriðið) og MK-gellan hefði sko alveg mátt fá einhver svona hugrekkisverðlaun. Það besta var þó að hitta eðalskutlur og hlæja og spjalla. Takk fyrir mig Tóti Sif:)

sunnudagur, mars 30, 2003

sábaai-dii
Um daginn dreymdi mig að ég flaug til Bergen í Noregi, og ákvað að fara þaðan á hlaupahjóli til Lillehammer og svo Oslo (smá krókur sko). Ég var meira að segja með farangur (held ég hafi samt komið honum á rútu en gleymt að merkja hann) lenti á einum mjög erfiðum mislægum gatnamótum man ég og mér var rosalega heitt enda var komið sumar. Ferðin á hlaupahjólinu var samt mjög ánægjuleg, ég var aðallega á ferð um fallega dali og skóga Noregs, en fannst ferðin ganga hægt. Þegar ég loksins var komin til Lillehammer (þá er svona tæplega 3 tíma akstur eftir til Oslo minnir mig) var mér orðið svo heitt og komin með strengi í lærin en hitti þá Sveinbjörgu (vinnuveitanda minn í Rammagerðinni). Hún vann á svona tourist information og ég fékk kaffi og með því á skrifstofunni hjá henni og hvíldi mig smá. já já, svona er ég rugluð. phop kan mai (laos-íska yfir "sjáumst"... ég elska lonely planet)

föstudagur, mars 28, 2003

Góða helgi
ágætu vinir, ég vona að þið munið öll eiga hina bestu helgi og allt það. Sjálf er ég á leiðinni í vísindaferð með verkfræðinni, jibbí jei, og svo ætla ég í leikhúsið á Sól og Mána:) laugardag mun ég vinna í gerð kennda við Ramma, og kíkja til stelpnanna um kvöldið. Á sunnudag verður franskan mössuð, oui, ég ætla á bókasafnið snemma morguns daginn þann og lesa og lesa þangað til ég æli næstum því. Voilá.

miðvikudagur, mars 26, 2003

Gríma, fröken Vatnsendi
Hér má sjá sætustu kisu í öllu Vatnsendahverfi. Hún er snoppufríð, fíngerð og hefur fallegan feld. Frosti bróðir hennar er líka myndarlegasti högninn í Suðurhlíðum Kópavogs. Hún er reyndar alltaf að veiða, t.d. er hún að veiða tærnar mínar á myndinni þarna...eða alla vega að íhuga árás á þær:) Finnst ykkur hún ekki sæt?

mánudagur, mars 24, 2003

Gestabókarvolæði
hefur helst yfir mig þar sem fáir aðrir en Áslaug og ég sjálf skrifa í gestabókina mína:( hversu ömurlegt er það? sjæse....

sunnudagur, mars 23, 2003

Bloggauli
ég ætlaði að vera eitthvað sniðug og setja nýja mynd af mér hérna til hægri en tókst að klúðra því og nú er engin mynd. well, þeir sem lesa þetta þekkja mig, nema kannski að vinkonur mínar sem ég hitti of sjaldan séu búnar að gleyma hvernig ég lít út.... rautt hár, brún augu, og 180 á hæð, ok stelpur:)

föstudagur, mars 21, 2003

Hjálpaðu mér upp, ...ég get það ekki sjálfur
Síðustu helgi fór ég í ógeðslega skemmtilega ferð í sumó með snilldarbekknum hans snilldarGumma, og við fórum í pottinn eins og Íslendingar eiga til þegar þeir gera sér glaðan dag. Gestgjafar voru þau Eiríkur og Helga og hann Eiríkur sagði okkur að metið væru 13 manns í þessum litla potti. Við lögðum mikinn metnað í að slá það met, og var lítið vatn eftir í pottinum þegar ítalski skiptineminn hann Luca "ðe rekkordbreiker" náði að stinga nokkrum táslum og loks meirihluta líkamans oní drullupottinn. Þá var ég örugglega búin að vera ca. 2 klst þarna og var líðanin ekki góð undir lokin eins og sjá má á þessari frábæru mynd af fólkinu. Mér finnst við vera lítið annað en útlimir þarna. Við fórum í marga leiki eins og "búmm" en ég var ekki að drekka áfengi svo ég bara þagði. Svo fórum við nokkrum sinnum í "hver á fótinn" en þá var klipið í útlimi á svamli og reynt að finna eigandann. Á fyrri myndinni erum við aðeins 12 en á þeirri seinni er Inga Rut komin og Luca er að troða sér oní, hefðum átt að smyrja hann fyrst með vaselíni, það hefði gengið betur. Bravó!

jólin í mars?
nei ég er ekki orðin gaga, alla vega ekki meira, en mér datt bara jólin í hug allt í einu núna þar sem ég hef snúið sólarhringnum við, eins og í jólafríinu. Æ...dóh! asnalegt, en alla vega þá sit ég hér við tölvuna...borða kjúkling og Gríma er að narta í humar (hefðarkisa) og er bara að dúllast í tölvunni, þegar klukkan er að verða hálftvö um nótt. Ef einhver veit um geisladiskana mína þá má sá hinn sami skila þeim, ég sakna þeirra. Mig vantar tónlistina mína, núna.... bidi bidi bom bom

fimmtudagur, mars 20, 2003

það er algjört möst...
...að kíkja á þessa flottu og fróðlegu síðu og kvitta þar í gestabókina:)

sunnudagur, mars 16, 2003

ble ble, helgin búin, ble ble
ok, ég verð að sætta mig við það að helgin er því sem næst búin og ég hef ekkert lært. Neibbs, í gær var ég að vinna og eftir vinnu fór ég í ánægjulega sumarbústaðarferð með bekknum hans Gumma, vonandi get ég sett myndir af því hér síðar. Stelpan var á bíl svo ég svaf vel. Í dag hef ég átt kósídag með frænkum mínum, fór í sund, á hoho, og svoleiðis, sem er MJÖG gott, en nú er samviskan að naga mig, og ég VERÐ að fara að læra, svo over and out. Ætla að leyfa mynd að fylgja, af sætum spænskunemum sem eru þarna að bíða eftir því að komast á klósettið í vísindaferð. ...Sigrún, Klara, Svanlaug og Helga Gvuðrún (hún skrifar það með v-inu)....

miðvikudagur, mars 12, 2003

huhuhu
nei nú er mér allri lokið, var að lesa betur síðuna hennar krullubossa og komst að því að Þóreyju var boðið í átið hjá Ingu Steinu. Detta mér allar dauðar, ég stofna þá bara hér með alein kökuklúbbinn "Englabossar" fyrir þá sem voru ekki gelgjur á gelgjunni og fá ekki að vera í öðrum kökuklúbbum.
Kökuklúbbur
Komst að því nú í vikunni að ég er EKKI í kökuklúbb sem "vinkonur" mínar stofnuðu á gelgjunni. Ég og Þórey vorum sem sagt ekki nógu miklir villingar til að fá að vera með! Mér finnst að við Þórey ættum að stofna kökuklúbb fyrir bara þá sem voru englar á gelgjunni. Allir velkomnir sem hafa áhuga, eða, sko best að leggja inn umsókn hér á síðunni og hún fer fyrir nefnd sem er skipuð okkur englunum og munum við vega og meta hvort viðkomandi hafi verið nógu mikill englabossi. Já, það eru ekki allir sem höfðu áhuga á landa, sígarettum og strákum svona í kringum fermingaaldurinn.
frægð og frami
Ég vil benda áhugasömum á að kíkja á Pungana en þar má finna viðtal við mig undir "Íslendingi vikunnar:) ekki dónalegt ha! Pungarnir eru sniðugir strákar, gaman að þessu. Ljóðelskum bendi ég á Áslaugu Ósk. Þar er fallegur ljóðabálkur um líf hennar og störf, þó ekki eftir hana sjálfa en á sínum yngri árum samdi stelpan reyndar ljóð um Mikjál nokkurn. Ég held ég sé haldin svefnsýki...ég bara sef og sef og sef meira. Mér finnst svefn mjög dýrmætur, en maintenant ætla ég að gera frönskuverkefni, oui oui mon chéri.

mánudagur, mars 10, 2003

á skíðum skemmti ég mér tralalalalalalalalalalalalala
ég er að fara á skíði, ligga ligga lái, því það er rjómablíða en samt skítakuldi...tja tja. Gvendur minn og Gaui bekkjarbróðir hans og hún Tobba hans ætla með mér. ok ok, ætli ég þurfi sólarvörn? nei kannski frekar kuldakrem.

sunnudagur, mars 09, 2003

Pása? ekki pása?
ég er svo ódugleg við að blogga að ég er að pæla í að taka mér svona bloggpásu eins og Doddi. Veit samt ekki. Hvað um það, sl. föstudag var haldið upp á gleði kennda við árið í spænsku og fleiri deildum. Þvílíkt og annað eins fjör. Dagurinn sjálfur einkenndist af stressi og peningarugli... borga dj-unum, borga matinn, rukka hér og þar bla bla bla, kaupa sæng og kodda og svoleiðis fyrir hina spænsku Juliu sem er nýkomin til landsins. Lagðist í bleyti um miðjan dag og var komin til Sigrúnar Lóu um fimm. Það var brill því Sigrún Eyjólfs málaði mig, Klöru og Sigrúnu Lóu. Ég hef held ég aldrei látið mála mig, en stúlkan er snillingur svo ég var mjög ánægð. Hey, ég er að plata, ein kvensa málaði mig í Victorias Secret í New York um daginn. Mér leið nú eins og asna þá, "horfðu upp! niður! ekki loka! hálfopinn munn! fín kinnbein! nei ekki svona bogin!" bla bla, hvað á maður að segja? Sigrún var miklu betri. Gellan í leyndarmáli Viktoríu málaði mig vel en frekar mikið, mér fannst ég vera svona "bold and the beautiful". Árshátíðin sjálf var líka grand, góður matur, sniðug skemmtiatriði, flamencodansari, kúbanskur dansari, gítarspil og söngur o.s.frv. og að lokum komu Gullfoss og Geysir og ég dansaði eins og ég ætti lífið að leysa. Mér fannst ég mjög fín, í svarta strandakjólnum hennar ömmu í Fells (sniðugur yfir bikiníið, nú eða bara nærfötin) og dansiballsskónum hennar múttu, með appelsínugula rós um mittið og klút í sama lit um hárið. Gaman að vera í kjól, dansi dansi dúkkan mín... dæmalaust er stúlkan fín:)

fimmtudagur, mars 06, 2003

árshátíð... og fleira gaman
Á morgun verður gaman. Þá er árshátíðin okkar, og verður hún að sjálfsögðu suðræn flétta af sangríu, spænskum réttum, salsasporum í bland við venjulegt íslenskt djammkvöld þar sem maður þarf sennilega að koma í stígvélum og þykkri kápu yfir fína dressið, fólk syngur "final countdown" og fer á trúnó. Það er nefnilega þannig að þó að við spænskunemar séum kannski flest frekar innstillt á spænska/s-ameríska menningu þá erum við íslensk. Ætli við séum ekki ljósu strípurnar í svörtu suðrænu fléttunni sem ég var að tala um. Kærinn minn var að lýsa því fyrir mér um daginn hvernig stíl ég hefði á dansgólfinu, hann sagði að ég væri eins og "önd sem er að reyna að hrista vatnið af stélinu" (orðrétt) og er þá að vísa til mjaðma/rassa-hreyfinga/hristinga minna. Halelúja, ég var frekar móðguð (ekki segja honum). Þetta var á sunnudagskvöldið, í dag er fimmtudagur og ég er farin að sjá fyndnu hliðarnar á þessu... aðeins.
ammlið...
ég átti ósköp venjulegan afmælisdag en hann var eiginlega alveg ágætur. Sandra sæta setti ábyggilega met, því fyrst hringdi hún frá London til að gratulera stelpuna, svo um kvöldið kíkti ég í tölvuna, og þá var e-mail frá henni OG hún skrifaði í gestabókina. Takk Sandrímus:) mér þótti vænt um símtalið, fer að hringja bráðurm. Og svo fékk ég að sjálfsögðu margar fleiri afmæliskveðjur, takk fyrir þær. Fleiri áttu afmæli, þann 1.mars: Inga Steinunn HR-dama, Ingibjörg Ýr hin verðandi móðir. 2.mars: Herdís bráðum hagfræðingur og Arndís heimsreisuverkfræðiskutla með meiru. Allar urðu 23 nema hin síðastnefnda sem er ögn þroskaðri og árinu eldri, ég náði henni aldrei, huhu, en ég er keisarabarn og það átti að sækja mig á degi kenndan við ár og hlaup. Telst það með? Þá ætti ég að vera eldri en hinar (að Arndísi undanskilinni). Ok, en ég nennti ekki að linka á þessar dömur enda eru linkarnir hérna til hliðar:) swing...........

miðvikudagur, mars 05, 2003

Takk fyrir afmæliskveðjur, takk fyrir stuðning í kosningum, og takk fyrir allar hamingjuóskirnar:) Ég hef ekki tíma til að bulla núna þar sem frönskupróf er framundan, svo ætla ég að halda upp á öskudaginn með frænskum mínum, og leita að herbergi fyrir heimilislausa spænska stúlku. Olé!