laugardagur, janúar 12, 2008

Moli á mannamótum

Þá hefur það verið ákveðið að Moli heitir Sveinn eins og föðurafinn. Held að afanum hafi ekki fundist það leiðinlegt:) ...enda er það alls ekkert leiðinlegt. Hlýtur bara að vera þrælskemmtilegt að eignast svona yndislega krúttlegt og dásamlegt barnabarn sem er svo þar að auki nafni manns. Ég er svo sem ekki hlutlaus:)

Sveinn Moli (annað millinafn verður nánar auglýst síðar) fór ásamt móður sinni á kaffihús í síðustu viku og hitti þar Kristínu Sædísi vinkonu sína sem var þar stödd með mömmu sinni Söndru. Þau voru voða góð bæði tvö. Á fimmtudagskvöldið fór hann svo í kvöldkaffi með mér til Þóreyjar og þar voru fleiri vinkonur hans, þær Edda Úlfsdóttir (Herdísardóttir) og Emilía Helga (dóttir Erlu) en myndir úr því partýi koma síðar.

Engin ummæli: