laugardagur, janúar 19, 2008

Jógi gúrú.

Við mæðginin erum byrjuð í jóga. Hann liggur slakur á dýnu á meðan móðirin puðar og erum við bæði sátt við þetta fyrirkomulag. Þó hann slaki á í mömmuleikfiminni þá er hann duglegur að æfa sig að halda haus og sér pabbinn að mestu um þær æfingar.
Eins og aðrir var Svenni litli ansi brúnaþungur þegar við horfðum á leikinn í gær og hann lokaði meira að segja augunum. Ég held að Alfreð þjálfari hafi verið í skinny jeans svo ég lokaði líka augunum!Að lokum vil ég nefna að mér finnst að það eigi að rífa gamla ljóta kofa í miðbænum og byggja þar hugguleg hús sem passa inn í umhverfið. Magnað að fólk skuli vera að missa svefn yfir því að þessi hreysi eigi að fjúka. Magnað!

Engin ummæli: