fimmtudagur, janúar 03, 2008

Maður ársins!

Maður ársins 2007 hefur verið valinn! Dómnefndin hér í Fífuhvammi hefur komist að niðurstöðu ...má ég kynna Mola:Jólin komu og fóru, við fögnuðum fæðingu frelsarans á klassískan hátt; skreyttum, átum, opnuðum gjafir og nutum þess að vera með vinum og ættingjum. Sonurinn tók mikinn kipp og mældist 60 cm á lengd í 6 vikna skoðuninni í morgun! Hann fór líka í sína fyrstu pössun 29.des þegar Guðrún og Daði gengu í það heilaga og við fögnuðum þeim áfanga með þeim. Amma og afi á Háaleitisbraut dekruðu við nýliðann á meðan við foreldrarnir fórum í dásamlegt brúðkaupið.Hér eru þeir feðgar að knúsast á jólanótt heima í Fífuhvammi. Við byrjuðum kvöldið á Vatnsenda þar sem var elduð rjúpa fyrir dekurrófuna mig (NB ég bað ekki um það enda borða ég næstum hvað sem er, það er bara hugsað svo rosalega vel um mig). Því næst héldum við til systu og co þar sem ég er vön að halda jólin og varð bara að fá minn skammt af þeim:) Að lokum fórum við heim í okkar kot og héldum hér litlu jól á náttfötunum eins og Ameríkanar.Gamlárskvöldi vörðum við hjá mömmu og pabba og sonurinn svaf öll lætin af sér. Skaupið fór bara nokkuð vel í okkur... þó pabbi hafi sennilega verið sá eini sem hefur séð LOST. Mér finnst annars sniðugt hvað þjóðin tekur skaupið alltaf nærri sér. Held að mín kynslóð sé enn á því að skaupið '85 hafi verið það besta (kommon við vorum 5 ára) og því er erfitt að toppa það! Það er vandlifað.

Engin ummæli: