þriðjudagur, nóvember 08, 2005

ólekkert

Í gær sat hugguleg dama fyrir framan mig í lestinni og gæddi sér á kiwi. Mmmm kiwi. Nema, haldiði ekki að stúlkan hafi bara borðað ávöxtinn eins og hann kemur af skepnunni, eða þannig. OJJJJJ, hún borðaði þetta loðna líka. Ég vildi ekki sjá, en gat ekki hætt að horfa. Ég starði bara á þessa ókunnugu ógeðslegu stelpu. Brrr. Jæja, en hins vegar var alþjóðalögfræðitíminn minn mjög lekker þar sem boðið var upp á indónesískan mat, hvítt, rautt og bjór! Þeir kunna þetta Stralarnir:) Reyndar átti einhver gestafyrirlesari frá UN að koma og tala um ég man ekki hvað, en hann var veikur og því varð tíminn bara að átveislu í staðinn. Sniðugt.

Engin ummæli: