mánudagur, maí 02, 2005

Oprah?

Hulda spurði í kommenti við síðustu færslu hvort ég fengi svefnfrið (út af draumunum). Svarið er nei. Þess vegna sef ég svona lengi, því fyrst þegar ég vakna á morgnana er ég alveg uppgefin og neyðist til að kúra lengur. Eins og Inga segir, við fiskarnir höfum bara aðeins fjörugra ímyndunarafl. En hvernig er það, var Svanhildur Hólm hjá Opruh? WHY? aldrei segir enginn mér neitt!

2 ummæli:

Inga sagði...

Oprah er með eitthvað þema í gangi þar sem hún talar við konur víðsvegar að úr heiminum og þær tala um landið sitt .. eitthvað þannig skilst mér. Það komu nokkrar íslenskar kjellur til greina og greinilegt að Svanhildur var valin! DV (sem lýgur nú aldrei) sagði að Svanhildur hefði talað um hvað við íslenska kvenfólkið værum rosalega lauslátar - glæsileg frammistaða!

Tótla sagði...

nú nú. Tjah, ég tek DV með fyrirvara og vona svo sannarlega að Svanhildur hafi ekki sagt þetta. Er ekki nóg að Flugleiðir og íslenskir karlmenn segi þetta? ég segi nú bara tali hver fyrir sig!