fimmtudagur, maí 26, 2005

Ég get svo svarið það...

...er nokkuð móðins lengur að halda úti svona bloggi? Mér finnst fólk orðið svo lélegt í að blogga, sumir til dæmis setja inn nýja færslu einu sinni í mánuði sem verður að teljast arfaslakt. Fréttirnar segja reyndar annað, að þetta sé greinilega alveg málið heima því allir blogga en mér finnst, þegar betur er að gáð, margir blogga ansi slitrótt, og hvað þá kommenta, össss. Ég ætla ekkert að heimta komment hjá mér og skil það vel að margir hafi gaman af því að kíkja á síðuna þó þeir skilji ekki eftir sig nein spor í kommentakerfinu né gestabókinni. En mér finnst samt voða gaman þegar fólk er duglegt að segja sínar skoðanir, hvort sem það er á mínum síðum eða bara á öðrum síðum sem ég les. Nöldur er þetta í mér, það var ekki meiningin, hehe, ok ...farin út í sjoppu.

4 ummæli:

Inga sagði...

Já veistu ég held að ég sé allavega á góðri leið með að detta úr blogg tískunni ... finnst ég hafa eitthvað voðalega lítið að segja á blogginu mínu! Mér finnst samt alltaf gaman að lesa blogg hjá öðrum og skil (að mér finnst) ansi oft eftir mig eitthvað tuð í commentakerfunum!

Tótla sagði...

jamm, þú ert ein af þessum sem er dugleg að láta í sér heyra:) ég er síröflandi í kommentakerfum fólks:)

Inga sagði...

Grey ástralska stelpan með eiturlyfin .. Colby eða hvað hún nú heitir! Stelpan var bara dæmd .. hneyksli!

Hulda Björg sagði...

úff.. er orðin frekar léleg í því að blogga og commenta hjá öðrum. Vil samt endilega halda því áfram á meðan ég er ennþá í útlöndum..

Lofa að commenta oftar..