föstudagur, maí 27, 2005

Föstudagskvöld...

Föstudagskvöld og við sitjum heima, ...uss það er skömm að þessu. Við vorum að horfa á kántrískvísuna Carrie vinna ameríska idol (við missum aldrei af þeim þætti) en þess má geta að allir hér á heimilinu héldu með Bo en var samt pínu sama hvort hlyti titilinn því þau voru bæði svo góð. Vá löng setning. Á morgun mun ég byrja daginn á bókasafninu en mig vantar heimildir fyrir latínuverkefni sem ég er að klára, og svo ætlum við að hitta hagfræðinemann, og Sydneybúann Frosta sem hefur verið hér jafnlengi og við, en við höfum ekki enn hist. Við þrjú ætlum að snæða eitthvað saman og svo ætlar Frosti að leiða okkur í sannleikann um rugby. Það er víst einhver mikilvægur leikur á morgun, og við ætlum að styðja okkar lið (Frosti segir okkur vonandi á morgun hvaða lið það er) á einhverjum bar. Ég verð meira svona bara á barnum. Að lokum vil ég tjá mig um Big Brother þættina. Þvílík endemis heiladrepandi súr vitleysa. Ég hef marglýst því yfir að ég mun ALDREI horfa á þennan þátt því líf mitt þurfi fyrst að ná mikilli niðursveiflu. Einungis leiðinlegt fólk sem eigi ekkert líf og hafi ekkert fyrir stafni horfi á þennan viðbjóð. Samt stend ég mig að því að gægjast á sjónvarpið þegar það er óvart kveikt á þessum fjanda. Mér finnst þetta alltaf jafnleiðinlegt og tilgangslaust. Ohhh bara að hafa það á hreinu að ég mun ekki kíkja aftur á sjónvarpið þegar Big Brother er í gangi. Frekar bora ég í nefið.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ÆÆÆÆ Tótla mín láttu það nú bara duga að reka við... það er ekki á það bætandi ef þú ferð að bora í nefið líka.

Gummi

Veddarinn sagði...

jæja Tótla mín, þú hefur sumsé fengið þinn skerf af ritskoðunardeildinni! Alltaf gaman þegar fólk getur grátið með manni :) he he