miðvikudagur, mars 16, 2005

Vond timasetning

Ég veit ekki hvort einhver annar tími hefði hentað betur til að dvelja í Ástralíu í 1 og 1/2 ár... en ég var að spá, ég hlýt að missa af mörgum 25 ára afmælisveislum:( er pínu svekkt sko. Svo er Erlan mín bestasta að fara að giftast Jónasi í sumar og mér finnst hundfúlt að missa af því. Eiginlega alveg hund -grautfúlt. Þar að auki eru nokkrar óléttur hér og þar, næst á dagskrá held ég að sé örugglega Arndís Vilhjálms MR -vinkona en hún er einmitt meðal annars fræg fyrir að hafa komið okkur Gumma saman:) Guðrún mín gengur með tvillinger en hún býr nú í Köben þannig að maður þarf sennilega að fara þangað í heimsókn til að taka tvíbbana út eftir að við ljúkum ástralíuruglinu okkar. Jamm, c'est la vie.

3 ummæli:

Hildur sagði...

Líttu á björtu hliðarnar... þú náðir slatta af 20 ára afmælum og ekki er óhugsandi að þú munir ná viðlíka skammti af 30 ára ammóum.

Nafnlaus sagði...

Já já vertu ekki með þessa vitlaysu kona;) Nóg af afmælum eftir.... þó þau verði ekki 25, ég hef heyrt því fleygt að 30 ára afmælin séu miklu villtari!!!!! Meðal annars hafa sumir haldið kökupartý á hótelherbergi og saht Hello clean konunni að koma seinna because we are drinking.... Hahahahah
kisskiss til ykkar
kv.Heiðdís Hnalla

Björk sagði...

Þetta er það erfiðasta við að búa í útlöndum. Það er, að geta ekki samgleðst fagnaðarefnum og grátið á sorgarstundum með þeim sem standa manni næstir.