miðvikudagur, mars 09, 2005

Túristi

Ég hef verið að túristast hérna síðustu daga. Kiddi bekkjarbróðir er sem sagt hjá okkur í Sydney og þá er um að gera að nota tækifærið og skoða sig um. Fórum á safn í dag, gengum um grasagarðinn sem nota bene er mjög fallegur og á einu svæði er krökkt af leðurblökum sem eru ekkert smá skondnar. Núehhh svo höfum við þrjú tekið urmul af týpískum ferðamannamyndum, styllt okkur upp fyrir framan Óperuhúsið og svona. Já já, voða gaman. Hér er náttúrulega sumar, mjög þægilegt hitastig alltaf en mér finnst ég verða meira vör við rækallans moskítókvikindin með hverjum deginum. Ekki skemmtilegt. ókei, annars bara alles gut...

2 ummæli:

Brynd� sagði...

gott að heyra gull. bið að heilsa kidda og gumms. luv

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ - er komin aftur á Klakann. Gat ekki svarað sms-inu í Aussie um daginn þar sem inneignin var búin og lofaði því að skrifa því 'comment' á síðuna þína! Rosa gaman að hitta ykkur í Aussie - vona að þið hafði það gott í fallegasta landinu (fyrir utan Ísland ;O)). Hehe