fimmtudagur, mars 24, 2005

Hani, krummi, hundur, svín...

...geit, lamadýr og páskaungi... eru meðal þeirra dýra sem ég sá í dag. Við Gvendólína fórum á Easter Show, eða páskasýningu eins og það myndi kallast á okkar ástkæra. Páskasýningin fer fram á Ólympíuleikvanginum og þangað flykkjast innfæddir sem útfæddir um páskana til að sjá kusur (örugglega fullt af borgarbörnum sem hafa aldrei séð belju nema í sjónkanum) og ketti og ýmis önnur dýr, fara í tívolítæki (ekki dýrin samt), borða mat, borða nammi, borða snarl og eitthvað fleira. Mér finnst fólk borða mikið hérna. Meira að segja ég borða meira en venjulega, það er reyndar ekkert "meira að segja", ég var bara að pæla hvaðan öll þessi matarlyst kæmi. Jæja, alla vega, páskasýningin var skemmtileg þó ég hafi ekki farið í nein tæki. Kannski ég segi bara aðeins betur frá þessu á sameiginlega blogginu okkar Gumma, þið getið lesið þetta þar, ég þarf að reyna að vera á undan stráknum að blogga því annars segir hann eitthvað asnalega frá deginum eins og "Tótla heimtaði candy floss og hætti ekki að suða fyrr en hún var búin að kaupa það". Héðan er annars fátt annað að frétta, ég er bara að reyna að gera ritgerð og því fátt í gangi, eða þannig sko. Veðrið hefur verið frekar glatað, haustlegt, en í dag var það reyndar mjööög fínt. Síðustu páska lá ég á ströndinni í Portúgal í góðum fíling. Nú er ég í Ástralíu í góðum fíling. Á maður þetta skilið? svo er ég alltaf að svekkja mig á því að vera ekki á skíðum um páskana eins og alltaf þegar ég var yngri. Nei, ég á þetta deffinittlí ekki skilið. Liggjandi á ströndinni eða sleikjandi sólina á ástralskri fjölskylduhátíð, hugsandi, "af hverju er ég ekki á skíðum núna?" Mikið er maður ruglaður.

Engin ummæli: