fimmtudagur, mars 10, 2005

Konungskross

Í gær fór Kiddi bekkjarbróðir til Bangkok þannig að við erum aftur tvö í kotinu. Kiddi slapp sæmilega frá hörðum sófanum sem hann svaf á í 4 nætur. Held að Victoria Bitter bjórinn hafi aðstoðað hann svolítið að svíf á vit draumanna á kvöldin. Ég væri alveg til í að vera í Bangkok núna. Sydney er svo sem ekkert slæm, hehe:) VIð Gummi litli ákváðum að kíkja í áður ókannað hverfi af okkar hálfu. Það er hið margrómaða Kings Cross hverfi. Í Kings Cross sáum við pönkara, strípibúllur, fullorðinsbúðir og portkonur. Við stoppuðum ekki lengi reyndar en keyptum í matinn þarna. Í gærkvöldi skunduðum við svo í bíó (aftan á Coco Pops pökkunum er tveir fyrir einn í bíó-afsláttarmiði svo hér er Coco Pops í öll mál út marsmánuð þegar tilboðinu lýkur). Hotel Rwanda varð fyrir valinu en það er sirkabát 5 vasaklúta mynd. Mjög góð, en ég vissi lítið um stríðið nema að það var á milli Hutu og Tutsi ættbálkana og eitthvað smá svona, svo er maður svo fljótur að gleyma... þetta er svo fjarri manni. Ojbarasta hvað heimurinn er ógeðslegur og hvað maður hefur það skammarlega gott. Ég hágrenjaði yfir myndinni, sat svo í lestinni á leiðinni heim, alveg grátbólgin og enn að hugsa um stríðið í Rwanda, fitlaði við hárlokk og sagði við Gumma, "er hárið á mér ekki búið að lýsast?" Svo dauðskammaðist ég mín. Hvernig get ég grátið yfir þessum grimmdarlegu atburðunum og fundist lífið svo ósanngjarnt og flókið en á sama tíma furðað mig á því (og það upphátt) að hárið á mér sé að lýsast. Svona er maður ófullkomin.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fékk alveg svipaða tilfinningu eftir að hafa séð þessa mynd, þegar ég keyrði heim í mína fínu íbúð á mínum jeppaling framhjá háhýsunum, þá hélt ég að ég myndi hverfa ofan í sætið ég fór svo mikið hjá mér... og hálfpartinn skammaðist mín.

Ólöf Kr.