sunnudagur, desember 26, 2004

Gleðileg jól!

Jamm, kominn annar í jólum og tíminn vel nýttur í át, gláp og almenna leti þessa dagana. Ég borðaði skoska rjúpu á aðfangadag, og ég segi nú bara eitt, þeir kunna þetta líka skotarnir! Það var ekkert að þessari rjúpu, Anna Björk tróð nokkrum krækiberjum upp í rassinn á henni og þá var þetta alveg eins og sú íslenska. Systa bjó einnig til himneskan forrétt, humar í villisveppasósu og ég gæti alveg hugsað mér slíkan forrétt á hverjum degi:) Mágsi sér yfirleitt um eftirréttinn þann 24.des og heitir sá réttur Úrsúla, en hún Úrsúla fékk´frí í ár svo við fengum ís, jordbær og syndsamlega góða súkkulaðisósu. ohhhh, namm. Við vorum enn að japla á humrinum (forréttinum) þegar Birgir Steinn frændi hóf að þrusa í okkur pökkum til að opna. Það veitti kannski svo sem ekkert af að byrja þar sem pakkaflóðið var ótrúlegt í ár. Jedúdda mía. Ég fékk ýmislegt fallegt sem ég ætla ekkert að vera að gorta mig af hérna. Ætla að athuga hvort ég finni ekki eitthvað óhollt í pottunum og ´skápunum í eldhúsinu, fleygja mér með það sem ég finn ætt í sófann og vera þar, þangað til ég þarf að mæta í næsta jólaboð. Góðar stundir.

4 ummæli:

Hildur sagði...

Endilega gortaðu þig af gjöfunum! Mér finnst svo gaman að vita hvað fólk fær í jólagjöf

tótla sagði...

ok, ég skal telja upp gjafirnar, hmm, ég fékk ferðapening fyrir febrúarferðalagið mitt, seðlaveski fyrir peningana, nælur, webcam á tölvuna mína, glitrandi krem, loðkraga á hálsinn, peysu, náttkjól, púða, pönnukökupönnu, Kokku-dót fyrir krydd, kertastjaka og fallega skál fyrir tannburstana, ehmm, já held ég sé að gleyma einhverju, þetta eru alltof margir pakkar, maður er orðinn 24 ára kommon, en´ég kvarta svo sum ekki:)

Heiddis sagði...

Elsku Tótla mín
Gleðileg jól og gleðiðlegt nýtt ár! TAKK fyrir það gamla sem er að líða... mikið áttum við góða tíma ;)
Kisskiss
hlakka til að sjá þig

Nafnlaus sagði...

Hæ siss. Hva.....voða bloggleti er í gangi núna?? Viltu vinsamlegast vera duglegri að skrifa því þú ert svo skemmtileg:-))
luv, ABB