miðvikudagur, desember 15, 2004

SnerpaJólastrákarnir í ár

Það er ekki mikil snerpa í stelpunni þessa dagana. Mér finnst tíminn bara svona fljóta áfram, stundum svo hratt, samt svo hægt, ég vakna, læri, borða, fer á salernið, kíki á netið. Hmmm tilbreytingaleysi prófanna vofir yfir, sem er gott. Ég er jú að fara í próf. Ég er álíka vel til höfð og Osama á slæmum degi, mér vex reyndar ekki grön, alla vega ekki mikil. Þetta hljómar illa, en vitiði hvað, þetta er allt í lagi því allt í kringum mig er fólk í sömu sporum, við hámum í okkur nammi og erum klístruð af bráðnuðu súkkulaðikexi og sveitt af æsingi að lesa. Þegar ég fæ annað slagið nóg af tíberuðum bókum og útkrotuðum og krumpuðum glósum, svo ekki sé minnst á súkkulaði og svitafýlu fæ ég mér bíltúr í Kópavog þar sem er að finna fallegasta og skemmtilegasta Steingríminn (að bróður mínum ólöstuðum) sem horfir á mig aðdáunaraugum og finnst ég yfirleitt sniðug. Hann meira að segja hlær að fíflaganginum í mér. Ég hressist af þessum heimsóknum og get alltaf brunað beint á safnið aftur, full af eldmóði að troða inn fróðleik.

2 ummæli:

Herdis sagði...

saetir strakar!
pantadirdu dotid a netinu? hef ekkert fengid enn? let me know. luv. herd nerd.

Inga sagði...

Jiii hvað þú átt sæta frændur!