sunnudagur, desember 05, 2004

múahahaha

Ég er að hugsa um að skrifa pirringsblogg á fimmtudögum í framtíðinni því þá verður allt svo skemmtilega vitlaust á síðunni, allir trylltir, mér finnst það gaman. Annars hefi ég lítið að segja í dag, ég sé um hund tengdó þessa dagana og það er fínt nema að stundum nenni ég ekki með hana í göngutúr (geri það nú samt). Hef mikið pælt í hvort það sé ekki hægt að þjálfa hunda í að fara sjálfir í göngutúr að gera númer eitt og tvö.

1 ummæli:

Hildur sagði...

Það er gaman að rífast og skammast á bloggernum, hann er kjörinn vettvangur til þess. Ég hvet þig eindregið til þess að taka svona ákveðna daga reglulega til þess að tileinka rifrildum og svei mér ef ég leik það ekki bara eftir!