miðvikudagur, október 13, 2004

Tennisromantik

Bonjour, í gær fór ég í bíó með Bibba frænda og viðhenginu á "Wimbledon". Ég hef bara aldrei á ævinni horft jafnmikið á tennis, samanlagt. Þessi mynd er alltílæ. Á sín móment og sæti aðalleikarinn, Paul Bettany er svona mesti plúsinn (enda frekar krúttlegur karakter). Kirsten Dunst hef ég aldrei fílað og ætla ekki að byrja á því núna, ótrúlega tilgerðarleg og leiðinleg leikkona með leiðinlegan talanda. Ég myndi lýsa Juliu Stiles nákvæmlega eins, skil alls ekki hvað þessar tvær leikkonur eru að gera í hópi frægustu leikara, jeminn eini. Kirsten Dunst var jafnleiðinleg og í Spiderman, leikur reyndar voða svipað. Bara fá J Lo í þetta, hehe:) eða bara einhverja óþekkta, hvernig væri það. Já myndin, ég gleymdi mér, hún var sem sagt svona ágætis afþreying, aðeins of langdregnar tennissenur (nei ég meina alltof langar) og þunnur söguþráður. Ekki búast við einhverju Love actually, Notting Hill dæmi. ok, má ekki vera að þessu, ciao.

3 ummæli:

Hulda Björg sagði...

Ég lifði mig ekkert smá inní tennisinn.. allur salurinn æpti ó og ú þegar gæinn var að keppa þannig að mér fannst myndin ferlega spennó!..

Hildur sagði...

Það er til allt of mikið af ofmetnum leikkonum og leikurum. Ég er sammála þér með Kirsten Dunst og Juliu vinkonu okkar Stiles. Hið sama finnst mér gilda um Neve Campbell, Ben Affleck, Christian Slater og fleiri. Mér finnst hins vegar meira vit í að setja einhverja virkilega ömurlega leikara á borð við J-Lo, Mariuh Carey og David Hasselhoff, og ég efast ekki um að Enrique Iglesias, drengirnir úr N'Sync og stúlkurnar úr Nylon og Atomic Kitten myndu sóma sér sem táknmyndir hins ömurlega í hvaða Hollívúdd mynd sem er.

tótla sagði...

Hildur, þetta með J-Lo var eiginlega ekki djók. Mér finnst hún mun betri en Julia Stiles og co. J-Lo kann líka að syngja og hrista myndarlega afturendann! En held ég geti einmitt verið sammála þér í þessari upptalningu á afleitum leikurum og leikkonum. Suss suss. En þetta er rétt hjá Huldu, maður varð frekar spenntur yfir tennisatriðunum, og mér leiddist ekkert á myndinni svo sem.