föstudagur, október 15, 2004

öppdeit

Úff, það var löngukominn tími til að taka aðeins til í linkalistanum. Það er sem sagt eitthvað aðeins meira að marka þessa linka mína núna, en ég er alls ekki búin. Þarf að lappa eitthvað upp á lúkkið á síðunni líka. Bleikur er engann veginn "ég" og hefur aldrei verið, þannig að litnum verður breitt. Þeir sem höfðu ekki bloggað síðan 2003 (til dæmis) fengu að fjúka... líka einhver sem ég þekkti ekkert. Mig vantar samt fleira fólk undir "MR"... látið vita af ykkur! Sumir eru samt í MR, og líka í Freyjum (bekkjarsystur úr MR) og þá jafnvel líka Clueless (löng saga) og aðrar eru Freyjur og Vaka (og ef þeir eru í Freyjunum eru þær líka úr MR). Heiðdís Halla hávaðabjalla er nú komin með lönguverðskuldaðan link á sig undir "vinir" en hún er að sjálfsögðu Vökusnót einnig. Annars er ég bara að passa núna (svona eins og stundum áður) en annað kvöld langar mig að fá mér sjúss með Gumma, þarf að díla smá við nokkra aðila áður. Auf Wiedersehen.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En Tótla þó, veistu ekki að allur fróðleikur er gagnlegur? Í gærkvöldi ætlaði ég til dæmis að blanda inn í samræðurnar við Kára og Bjarna boss hvernig "góðan daginn" er sagt á pólsku. En furðufuglinn hann Kári varð á undan mér!! Þannig að alltaf má notast við fróðleik.
Punjabi er hinsvegar eitt af 3 opinberum tungumálum Indlands, og ætti því að vera eitthvað fyrir heimskonu eins og þig. Hver veit nema Indland verði næst á dagskrá eftir Ástralíu? Punjabi er jafmikið talað og Hindí. Ég sagði einu sinni "hvernig hefur þú það?" við Indverja sem ég hitti í kringlunni, og hann varð mjög glaður. Þannig að ég mæli með punjabi. Hey svo eitt enn (svo fer ég að enda þessa landloku), Indverjar kalla líka gjarnan hvorn annan punjabi. Þú veist eins og "hey, Punjabi!". Hah það finnst mér stórsniðugt.

Allavega þá þykir mér líka vænt um þig, og ég held ég fái mér nú fyrr eða síðar corny aftur!

Inga sagði...

Hæ skvís! Ég vildi bara vekja athygli á því að linkurinn minn hefur breyst! Núna er ég alltaf að springa úr forvitni og hinu og þessu .. www.springa.blogspot.com