mánudagur, janúar 12, 2004

letiblogg
Þar sem ég nenni engan vegin að blogga þessa dagana langar mig að benda þeim lesendum sem enn álpast annað slagið inn á síðuna mína á mun skemmtilegri og áhugaverðari blogg en mitt. Vil ég þar fyrst nefna Siggu Víðis vinkonu mína úr Rammagerðinni. Hún er reyndar mikil Röskvukona en fín stelpa samt sem áður (hehe, smá kosningafílingur að koma í mann). Sigga mín er nefnilega stödd í Asíu, nánar tiltekið á Indlandi að kynna sér aðstæður. Hún er alveg mögnuð stúlka og ævintýragjörn með meiru (hver annar myndi skella sér til Kabúl í viku í desember?) og þið bara verðið að kíkja á síðuna hennar og lesa frásagnir og reynslusögur úr þessu ferðalagi. Annað skemmtilegt blogg er bloggið hennar Evu Láru spænskunemaskutlu sem býr í Valencia núna en var einu sinni í Kólumbíu um tíma. "Me llaman el desaparecido..." Eva Lára er þeim hæfileikum gædd að geta kynnst hverjum sem er hvar sem er og hefur það greinilega ekkert breyst þarna úti á Spáni. Mér sýnist stúlkan hafa það ákaflega notalegt og mér finnst hún alltaf vera að gera eitthvað skemmtilegt með nýju fólki:) Ég læt þetta nægja í bili, bendi á fleiri skemmtileg blogg næst þegar ég nenni ekki að blogga...hahaha

Engin ummæli: