þriðjudagur, janúar 20, 2004

Janúar
Trúi ekki það sé kominn 20.janúar! Allt komið á fullt skrið í sambandi við kosningar og ætla ég að nota tækifærið og minna á hádegisfund Vöku nk fimmtudag í Lögbergi 101 um fjölmiðla. Þar ætla Ögmundur Jónasson, Gunnar Smári Egilsson og Ólafur Stephensen að tjá sig um málið... allir að mæta! Ætla ekki að tala meira um kosningar hér því þrátt fyrir að þetta sé allt saman mjög skemmtilegt og áhugavert þá nenni ég ekki að tjá mig um þetta núna. Ég vil miklu frekar tjá mig um hvað ég gleðst yfir yfirvofandi Clueless boði hjá Erlu í lok mánaðarins. Clueless eru reyndar undir linknum "strumpar" hér til hliðar. Þar mun kvennlegur klæðnaður, skart, bollur og glamúr ráða ríkjum....bravó! Reyndar eru tvær kvennfélagskvennanna búsettar erlendis og verður þeirra sárt saknað. En nú þarf ég að koma mér í vinnuna í Tungumálamiðstöð.

Engin ummæli: