þriðjudagur, júní 12, 2007

Loðið

Við erum með loðna hefðardömu í pössun hér í nýja kotinu okkar á meðan fjölskyldan hennar skemmtir sér í Stóra Eplinu. Sama hvernig ég þurrka af og ryksuga og þá skilur þessi hálfpersneska dama, Skotta, eftir sig loðna slóð út um allt! Ég elska ketti en þetta er of mikið! og á þessum þremur sólarhringum hefur hún tvisvar næstum náð að stökkva fram af svölum/glugga og við búum á annarri hæð, og tvisvar hefur hún verið nálægt því að kveikja í bossanum sínum því hún vill helst sitja á eldavélinni...en þá kviknar sjálfkrafa á hellunum. Fjúff, ég verð fegin þegar ég skila henni ótjónaðri þó ég eigi að sjálfsögðu eftir að sakna hennar líka. Mjá.

Engin ummæli: