miðvikudagur, maí 11, 2005

Skyldublogg

Ég er að hugsa um að sækja kínverskunámskeið til að skilja upphafssíðuna á blogger.com. Ok, annars er Gvendur minn bara alltaf að læra núna og gengur vel, ég er reyndar líka alltaf að læra, (BA ritgerð) en þegar því líkur verð ég frekar verkefnalítil. Skólinn byrjar um mánaðarmótin júlí/ágúst og það er vorönn hérna vitlausumegin á hnettinum. Það er að segja ef allt gengur upp þá byrja ég þá. Ég þarf að fara að tala við fröken Nemendaskrá til að tryggja að ég hafi fengið skólavist, held þetta eigi að vera alveg pottþétt. Vonandi getum við skoðað okkur eitthvað um hérna á eyjunni í júlí en þá er frí, í júní eru sem sagt haustpróf. Ætli ég reyni ekki bara að læra að hekla eða eitthvað á meðan, hahaha, finn út úr því. Jebbs, og þeir sem fylgjast með hinni síðunni vita að ég var á Nýja Sjálandi en ég nenni ekki að endurtaka mig svo kíkið bara á heimasíðuna okkar Gumma, linkur hér til hægri. Hvernig er það, er fólk hætt að tala um Opruh þáttinn? Lauslátu íslensku karlarnir hafa þaggað umræðuna niður áður en athyglin næði þeim. Gúrka.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Tótla,
en gaman að heyra að það gengur svona vel hjá þér. það eru alltaf allir í rammagerðinni að spyrja mig hvort "ég hafi heyrt eitthvað frá Tótlu". Ég segi alltaf bara "ehrm neiii... ég les bara stundumbloggið hennar!".
Um daginn dreymdi mig að þú varst rosalega sorgmædd, og ég var að reyna að hugga þig og sagði þér að það vantaði örugglega fólk í Rammagerðina! (þetta er örugglega öfugdreymi eða hvað sem það heitir).
stað pretty!

kveðja
María