Talandi um Opruh, þá fór ég á Vísi.is áðan og sá að íslenskar konur eru reiðar við Svanhildi. Þannig að eitthvað er sem sagt til í þessu sem Inga Steinunn, heimildarkona mín í þessu máli á Íslandi, sagði altsaa að Svanhildur hafi gefið í skyn að íslenskar konur væru lausgyrtar. Öss, ég segi ekki meir. jæja, hef reyndar ekkert að segja.
4 ummæli:
Hæ Tótlan mín! þessir draumar þínir eru scary ;)
sko íslenskar konur eru ekki lausgirtar, það eru AÐRAR KONUR SEM ERU FASTGIRTAR! sko þetta er svo mikið karlrembu helvíti arrrrrrrrrrg. afhverju er ekki gerður greinarmunur á því hvar í heiminum karlar eru tilkippilegir?? ok I see the point þeir eru það allir, en come on, megum við ekki fullnægja okkur líka?
góður punktur krulli. Ég er nú samt ekki á því að fólk eigi að fullnægja sínum þörfum með hinum og þessum, (og rökin eru þau að tíðni kynsjúkdóma er alltaf að aukast og æ yngra fólk stundar kynlíf án þess kannski að hafa vit á nota smokka eða án þess að vita yfir höfuð hvað er í gangi) En ég held að íslenskar konur geri það ekki meira en aðrar. Alls staðar finnast lausgyrtir karlar sem konur, því hefur bara verið veitt óvenju mikil athygli á íslandi. Vá, þvílík ræða, blogga bara næst um þetta, hehehe:)
þetta er allt flugleiðs auglýsingaherferðinni um ONE NIGHT STAND IN REYKJAVIK að kenna!
Það kemur engum við hvað fólk gerir í einkalífinu og það hefur ENGIN kona rétt á að kalla kynsystur sínar druslur fyrir að haga sínum kynferðismálum á einn eða annan hátt. Og hver og einn verður að verja sig gegn kynsjúkdómum sjálfur.
Ég er sammála því sem krulli segir (hver sem krulli er), þetta er ekkert nema bölvuð karlremba að halda því fram að konur eigi að vera siðgæðisverðir í almannaeign. Ég er ekki reið út í Svanhildi Hólm. Það sem hún sagði var að það væri ekki litið niður á einstæðar mæður á Íslandi og að "it happens" að fólk sofi saman við fyrstu kynni. Eru þetta sjokkerandi fréttir?
Þig vantar femíníska vitrun fröken Þórhildur!!
Skrifa ummæli