sunnudagur, maí 15, 2005
Kveðjustund
Þrátt fyrir mikla törn í skólanum höfum við Gummi náð að kynnast slatta af liði hérna sem við munum vonandi hafa meiri tíma til að kynnast í vetur (það er haust hér muniði) en við höfum eignast eina vinkonu, og það er hún Anna Dóra sem hefur búið hér í þrjú ár. Anna Dóra þurfti því miður endilega að taka upp á því að klára námið sitt hérna núna og flytur því heim á miðvikudaginn. Hennar verður sárt saknað hér í Sydney og við Gummi erum eiginlega alveg í rusli yfir þessu því hún er alltaf að bjóða okkur í grill og fleira skemmtilegt. Það er alla vega alltaf fjör í kringum hana og alltaf hægt að finna afsökun fyrir smá skralli með Önnu Dóru. Á miðvikudagskvöldið verður því mínútuþögn á Róshæðargötu hjá okkur Gumma. Við eigum þó tvö kvöld eftir með henni því í kvöld er okkur boðið í mat til Simma og Sibbu en hann er formaður Íslendingafélagsins hér (og er frændi Önnu Dóru, við fáum að koma með henni) og svo ætlum við að borða pizzu og sötra bjór heima hjá henni á þriðjudagskvöldið, þannig að eftir það þurfum við víst að finna okkur fleiri vini:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli