föstudagur, maí 20, 2005

Alveg lens...

Ég er alveg lens yfir júróvisjón fréttunum! Selma okkar komst ekki áfram. Nú sé ég þetta ekki fyrr en í kvöld og veit því ekki hversu frábær hin lögin voru (er ekki búin að kynna mér þetta jafnvel og sumir, nefnum engin nöfn Elsa) en ég efast einhver vegin stórlega um að hún hafi átt þetta skilið. Eftir að þessu var breytt í símakosningu hafa gæði Júró dalað mikið og þetta er orðin hálfgerð trúðasýning og vinsældakosning. Keppnin er vinsæl í Au-Evrópu og þar af leiðandi kýs fólk þar mjög mikið. Hvers eiga fámennar þjóðir eins og Ísland...hvað þá Andorra (50 þús) að gjalda? Reyndar er þetta með fólksfjölda landanna og fjölda atkvæða ekki algilt en það hlýtur þó að hafa mikil áhrif. Það mun ekkert "la det svinge" eða "Waterloo" snilldarlag vinna hér eftir, bara einhverjar Ruslur með læti á viðinu. Svei attan!

4 ummæli:

Björk sagði...

Eg horfði á þetta hér í Danmörku. Ég var held ég að heyra íslenska lagíð í 2x. Það var ekkert besta lagið þarna en það var alveg í topp 10. Spurning um að hætta að eyða tíma og peningum í að taka þátt í þessu.

Inga sagði...

Ég veit þetta hljómar eins og maður sé svakalega tapsár .. EN .. þessi keppni er bara engan vegin eins og hún var hér back in the day! Núna vinnur bara sá sem er með mesta SHOWIÐ. Við hefðum átt að senda Rómeó og Júlíu gengið og vera með loftfimleika .. þá fyrst hefðum við átt séns! Eins mikill júróvísjón fan og ég nú er .. þá finnst mér að við ættum bara að hætta þessu og stofna nýja keppni með hinum norðurlöndunum .. t.d. Nordicvision :)

Nafnlaus sagði...

Úff. Spæling ársins. Mér fannst okkar atriði of slappt og kraftlaust og litlaust eitthvað en samt eiga meira heima í úrslitinum en t.d. Makedónía og Ísrael og svo voru Lettarnir falskir. Æi, þetta er hætt að vera skemmtilegt, ég styð tillöguna hennar Ingu :D

tótla sagði...

Já ég er hrifin af hugmynd Ingu, þá myndu kannski Færeyingar taka þátt:) Hér í Ástralíu hljómaði þetta alls ekki kraftlaust, mér fannst ekkert að söngnum hennar Selmu, dansinn var reyndar ekkert spes.