þriðjudagur, maí 31, 2005

Póstkort til Ástralíu

Í dag fékk ég þrjú póstkort hingað til Ástralíu en móðir mín sér um að senda mér myndir svo ég gleymi nú ekki hvar ég á heima. Reyndar skrifuðu bróðurdætur mínar mér sitthvort kortið og nú ætla ég að gerast svo frökk og birta valda kafla úr þessum kortum. Ég hef hlegið svo mikið í dag, því mér þykir náttúrulega ólýsanlega vænt um þær Eddu og Þórhildi. Ég vona að þeim sé sama þó ég skrifi þetta hér.
Edda (sem var að fermast) kvaddi svona:
"Ég og allir aðrir sem búa á Íslandi sakna þín mjög mikið!"
Það munar ekki um það:) Er mín svona sárt saknað? Mér þótti alla vega vænt um þessi orð og hló mikið. Svo er það póstkort guðdóttur minnar, Þórhildar:) hér kemur smá bútur úr því:
"Ég er mjög svekkt yfir að Ísland komst ekki inn í evróvision keppnina. Ég held að það sé af því að þú varst ekki."
Ég veit ekki hvort hún meinar að það sé af því að ég var ekki á Íslandi (þess vegna hafi Selma ekki komist áfram) eða af því að ég keppti ekki fyrir Íslands hönd. Ég held hún meini það nefnilega:) jamm, hún hefur tröllatrú á stóru frænku greinilega...eða hefur erft stríðni og smá kaldhæðni frá föður sínum (Steina bróður) og er að stríða mér því hún hefur örugglega heyrt mig syngja og veit hversu hörmulega það hljómar. Þórhildur er 11 ára. Endilega ef þ.ið viljið senda mér póstkort þá er þetta addressan:
apt 54/32-42 Rosehill Street
Redfern 2016
Sydney, NSW
Australia
Hér er svo mynd af þeim systrum, Edda er sú dökkhærða og Þórhildur er ljóshærð, með á myndinni er heimiliskötturinn Skotta, hún er bröndótt.

5 ummæli:

Hulda Björg sagði...

hehehe.. já það er nú aldeilis! Ég vildi óska þess að allir á Íslandi söknuðu mín!

Hildur sagði...

Hey ef þú tekur þátt í Júróvisjón skal ég gagngert skreppa til útlanda á meðan á atkvæðagreiðslunni stendur og kjósa þig! Svo ætla ég að vera kynnir í keppninni þegar hún er haldin heima á eldgömlu Ísafold árið eftir.

tótla sagði...

Já það er alla vega víst að þessar tvær sakna mín (veit ekki með Skottu) og ég þeirra. Ég lofa að syngja á frónsku keppi ég í Júróvisjón:)

Nafnlaus sagði...

Vá þessi yngri lítur alveg eins út og þú! Og heitir hún líka Þórhildur? Fyndið...
Annars vona ég bara að allt sé gott af þér að frétta!
Kveðja
María (rammagerðar :)

pallpall sagði...

Flaug með finnsk-áströlskum strák um daginn til Íran... ótrúlega fyndið kombó.

Búinn að bóka frí í Nóvember...yey!

Hefur Queen Noor ekkert látið sjá sig í pósthólfinu þínu annars?