fimmtudagur, maí 05, 2005
pakki
Í fyrradag fengum við Gummi frábæran pakka, foreldrar hans sendu okkur bækur sem við höfðum gleymt og vantaði hingað út, en inn á milli bókanna leyndist sveittur og kraminn lakkrís sem gladdi okkur mikið. Einnig sendu þau okkur íslensk tímarit og eitt stykki DV þannig að ég las DV með morgunkaffinu:) sniðugt maður. Pakkinn fór reyndar frekar langa leið hingað þannig að blaðið var frá 13.apríl sem skipti náttúrulega engu máli. Án þess þá myndi ég ekki vita í dag að stuðningsmenn Keflavíkur höguðu sér eins og barbarar eftir sigurinn á Snæfelli (körfubolti fyrir þá sem ekki vita), að Brad elskaði Jennifer ekki nóg, að nýja stelpan sem stýrir Djúpu Lauginni er á lausu og síðast en ekki síst að Milli Vanilli gætu komið til Íslands í sumar. Þessi síðasta frétt vakti athygli mína því a) ég er með hið ekki svo frábæra lag "girl I´m gonn miss you" með strákunum á heilanum (eða það er þeim sem sungu fyrir Milli Vanilli sem voru náttúrulega ekki þeir sjálfir, aftur fyrir þá sem ekki vita) og b) annar þeirra er dáinn. Eftir að allt svindlið kom í ljós, Grammy verðlaunin tekin af þeim og ég veit ekki hvað og hvað flippaði hann svolítið enda búinn að drulla upp á hnakka. Hann hafði líkt sjálfum sér við söngvara á borð við Paul McCartney, sagðist vera betri en Bítlarnir og Elvis og allir þeir í viðtölum vestan hafs. Magnaður gaur. Hann endaði held ég ævi sína á hostelherbergi, of stór skammtur eða eitthvað álíka. Jeminn eini, það kemur illa út fyrir mig hvað ég veit mikið um Milli Vanilli. Hmmm, viljiði meira, gaurinn sem "fann þá upp" var þýskur og fannst þeir lúkka svo vel, fékk bara aðra til að syngja. Strákarnir gátu hins vegar breikdansað og þóttu fríðir:) ok ég er hætt. Girl I´m gonna miss you....
3 ummæli:
Þess má nú geta að á þriðja degi hefur Tótla klárað stóran poka af lakkrís. Hún er svo dugleg stelpan.
Gummi leiðinlegi
Yes you know it's true,
uh uh uh, I love you.
Va Inga kann textann, eg dyrka textana vid login teirra... Girl you know it's true...uh uh uh, I love you, hahaha
totla
Skrifa ummæli