mánudagur, maí 23, 2005

Iss

Við Gummi horfðum á Júró í gær hjá Michaelu sem er sænskur Sydneybúi og þar að auki vinkona okkar. Hún bauð upp á dýrindis lasagna og skitna Júróvisjón keppni. Það var reyndar mjög gaman að sjá þetta eins og alltaf en í hópnum voru líka tveir ástralir sem höfðu aldrei horft á þetta og skemmtu sér vel yfir vitleysunni. Hverjir kusu annars þetta leiðinlega gríska lag? ekki gáfum við þeim stig? lagið var leiðinlegt, sönkonan var fýld, með ekki nærri stór brjóst og í alltof síðum kjól! Iss, ekki skil ég út á hvað Grikkland vann. Það er af sem áður var.

Jamm, annars er bara sól og blíða í Sydney núna, en það er samt kominn vetur. Alveg skítkalt inni hjá okkur og á eftir að versna. Endilega sendið mér ullarsokka áður en ég frýs.

3 ummæli:

Inga sagði...

Grikkir unni BARA út af nafninu "My number one" .. það dáleiddi eitthvað evrópubúa sem vöknuðu úr trans haldandi það að Grikkir ÆTTU auðvitað að enda númer eitt! Ég kaus samt dani svo þetta virkaði ekki á mig!

Hildur sagði...

JA ekki átti Selma skilið að vinna, svo mikið er víst. Gríska lagið var slakt en þó skárra en ömurlegu ballöðurnar í öðru og þriðja sæti frá Möltu og Ísrael. Ég hélt nú annars með frændum vorum Moldóvum og skemmti mér konunglega!

Hulda Björg sagði...

Var svo heppin að missa af öllu þessu júró-rugli en ekkert slíkt viðhefst hér í Montana..

..býst ekki við að sleppa svo vel að ári